Lífið

Freeman kominn af spítala

SHA skrifar

Óskarsverðlaunahafinn Morgan Freeman er kominn heim af spítala eftir að hafa lent í hættulegu bílslysi um helgina.

Freeman missti stjórn á bíl sem hann keyrði á sunnudagskvöldið rétt við heimili sitt í Charleston í Mississippi-fylki. Í fyrstu var óttast um líf leikarans en seinna kom í ljós að áverkar hans voru minniháttar og hann slapp með beinbrot og smávægilega áverka.

Freeman þakkaði sérstaklega starfsfólki spítalans þegar hann gekk þaðan á brott og bætti við að honum liði einkar vel.

Vinkona Freemans, sem er eigandi bílsins og var jafnframt farþegi þegar slysið átti sér stað, slasaðist einnig í óhappinu en ekkert hefur verið gefið upp um hversu alvarlega.




Tengdar fréttir

Bíllinn gjörónýtur hjá Morgan Freeman - mynd

Eins og myndin sýnir er bíll leikarans gjörónýtur en sjálfur er hann brotinn á hendi og olnboga og axlir skaddaðar að sama skapi. Talsmaður leikarans segir hann við góða heilsu andlega fullan tilhlökkunar að ná fullri heilsu á ný.

Freeman á batavegi

Stórleikarinn Morgan Freeman er á batavegi eftir eftir alvarlegt bílslys sem hann lenti í nærri heimili sínu í Mississippi í gær. Talsmaður leikarans segir að hann hafi brotnað á handlegg og olnboga auk þess sem hann hafi slasast á öxl. Fyrstu fréttir í gær hermdu að hin 71 árs gamla stjarna væri í lífshættu en nú lítur út fyrir að hann nái fullum bata.

Morgan Freeman stórslasaðist í árekstri

Óskarsverðlaunahafinn Morgan Freeman slasaðist alvarlega í bílslysi í Mississippi. Hann var fluttur á spítala í Memphis i Tennessee ríki. AP fréttastofan hefur eftir Kathy Stringer, talsmanni sjúkrahússins, að Freeman sé mjög alvarlega slasaður. Slúðurblaðið The Sun fullyrðir jafnvel að hann sé í lífshættu.

Morgan Freeman að skilja við eiginkonuna

Leikarinn Morgan Freeman er að skilja við Myrnu Colley-Lee, eiginkonu sína til 24 ára. Lögfræðingur hans staðfesti þetta í sjónvarpsviðtali í gær, og sagði hjónin hafa skilið að borði og sæng í desember síðastliðnum.

Segir Morgan Freeman ekki í lífshættu

Óskarsverðlaunahafinn Morgan Freeman er ekki í lífshættu, eftir því sem fjölmiðlar í Mississippi hafa eftir Bill Luckett, viðskiptafélaga hans. Luckett heimsótti Freeman á spítala í Memphis. “Hann hvílist mjög vel og hefur nokkrar skrámur, en það er ekkert lífshættulegt og ekkert sem verður varanlegt,” sagði Luckett.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.