Lífið

Nicole hundelt með dótturina í fanginu - myndir

Leikkonan Nicole Kidman og eiginmaður hennar Keith Urban hafa afþakkað fjölda tilboða um kaupréttinn á fyrstu myndunum af nýfæddri dóttur þeirra, Sunday Urban.

Hjónin hafa ekki ákveðið hvort þau birti yfirhöfuð einhverjar myndir af stúlkubarninu, en hafa þó ákveðið að ef þau gera það þá munu myndirnar ekki kosta neitt.

Ljósmyndarar um allan heim láta fjölskylduna ekki í friði eins og myndirnar sýna. Þeir sitja fyrir þeim hvert sem þau leggja leið sína.

Nicole sagði í vikunni í útvarpsviðtali í Ástralíu: „Sunday er mjög lík Keith. Hún er með lítið hár á höfðinu og það er rauðleitt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.