Fáránlega lítil hugmynd varð að veruleika 6. ágúst 2008 11:21 Irma Gunnarsdóttir og Einar Bragi Bragason. Dans og tónverkið Draumar eftir saxofónleikarann Einar Braga Bragason og Irmu Gunnarsdóttur, sem frumflutt var í aðgöngum Kárahnjúkavirkjunar á Jazzhátíð Austurlands 25. Júní síðastliðinn, verður sýnt 22 ágúst í Gvendarbrunnum. Vísir hafði samband við Einar Braga og forvitnaðist um tónverkið. „Flutningurinn var geggjaður að því leiti að fólk komst ekki inn í göngin fyrr en verkið var flutt," segir Einar Bragi aðspurður um viðbrögð gesta á djasshátíðinni en hátt í 500 manns sá verkið. Fáránlega líltil hugmynd „Þetta er einstök blanda af nútíma dansi, djassi, klassík og poppi. Þetta er eitt það magnaðast sem ég hef gert um æfina og ég hef spilað inn á fjölda platna. Til að byrja með var þetta fáránlega lítil hugmynd sem varð til hér á Seyðisfirði." „Jú jú við rákumst á nokkra veggi á leiðinni. Að fá að fara ínn í Gvendarbrunna hjá Orkuveitunni er meira en að segja það en þeir ætla að hjálpa okkur að gera þetta að veruleika kvöldið fyrir menningarnótt." „Við æfðum verkið vel í sumar fyrir djásshátíðina. Það er það stutt síðan þá og því er þetta ennþá í hausnum á okkur. Við erum alls sextán manns sem komum að þessu. Um er að ræða landslið tónlistarmanna og dansara á Íslandi." Hrátt húsnæði hentaði „Í sumar kom út diskur með verkinu og salan hefur farið fram úr öllum vonum en þetta er svona seiðmagnaður jazz. Persónulega er ég að brjótast úr mínum rokksaxafón kassa og prófa eitthvað nýtt en það skemmtilegasta við tónlistina er að maður er alltaf að reyna eitthvað nýtt og spennandi." „Við ætlum að nota Gvendarbrunna í Reykjavík ef mætti kalla það húsnæði. Við vildum vera í hráu húsnæði og svo fékk Irma hugmyndina en hún sér um dansinn við tónlistina sem ég samdi." Tóku upp náttúruhljóð „Við vorum með náttúruhljóð á fjórum stöðum á leiðinni inn í göngin í átt að staðnum þar sem tónverkið var flutt. Það var til dæmis hverahljóð, lækjarniður og hljóð frá höfninni. Hljóðin komu úr veggjunum í myrkrinu þar sem fólkið gekk í gegn og síðan biðum við eftir gestunum þar sem vel heppnað samspil hljóðs, dans, tónlistar og eftirvæntingar sameinaðist. " „Þessi ákvörðun hefur blundað í okkur lengi og við fengum aðila með okkur í verkefnið. Orkuveita Reykjavíkur, Alcoa, Menningarnótt, JSB, JEA og Flugfélag Íslands eru okkar bakhjarlar," segir Einar Bragi. Verkið verður flutt í Gvendarbrunni föstudagköldið fyrir menningarnótt, 22. ágúst klukkan átta. Sjá Draumar á Youtube hér. Mest lesið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Dans og tónverkið Draumar eftir saxofónleikarann Einar Braga Bragason og Irmu Gunnarsdóttur, sem frumflutt var í aðgöngum Kárahnjúkavirkjunar á Jazzhátíð Austurlands 25. Júní síðastliðinn, verður sýnt 22 ágúst í Gvendarbrunnum. Vísir hafði samband við Einar Braga og forvitnaðist um tónverkið. „Flutningurinn var geggjaður að því leiti að fólk komst ekki inn í göngin fyrr en verkið var flutt," segir Einar Bragi aðspurður um viðbrögð gesta á djasshátíðinni en hátt í 500 manns sá verkið. Fáránlega líltil hugmynd „Þetta er einstök blanda af nútíma dansi, djassi, klassík og poppi. Þetta er eitt það magnaðast sem ég hef gert um æfina og ég hef spilað inn á fjölda platna. Til að byrja með var þetta fáránlega lítil hugmynd sem varð til hér á Seyðisfirði." „Jú jú við rákumst á nokkra veggi á leiðinni. Að fá að fara ínn í Gvendarbrunna hjá Orkuveitunni er meira en að segja það en þeir ætla að hjálpa okkur að gera þetta að veruleika kvöldið fyrir menningarnótt." „Við æfðum verkið vel í sumar fyrir djásshátíðina. Það er það stutt síðan þá og því er þetta ennþá í hausnum á okkur. Við erum alls sextán manns sem komum að þessu. Um er að ræða landslið tónlistarmanna og dansara á Íslandi." Hrátt húsnæði hentaði „Í sumar kom út diskur með verkinu og salan hefur farið fram úr öllum vonum en þetta er svona seiðmagnaður jazz. Persónulega er ég að brjótast úr mínum rokksaxafón kassa og prófa eitthvað nýtt en það skemmtilegasta við tónlistina er að maður er alltaf að reyna eitthvað nýtt og spennandi." „Við ætlum að nota Gvendarbrunna í Reykjavík ef mætti kalla það húsnæði. Við vildum vera í hráu húsnæði og svo fékk Irma hugmyndina en hún sér um dansinn við tónlistina sem ég samdi." Tóku upp náttúruhljóð „Við vorum með náttúruhljóð á fjórum stöðum á leiðinni inn í göngin í átt að staðnum þar sem tónverkið var flutt. Það var til dæmis hverahljóð, lækjarniður og hljóð frá höfninni. Hljóðin komu úr veggjunum í myrkrinu þar sem fólkið gekk í gegn og síðan biðum við eftir gestunum þar sem vel heppnað samspil hljóðs, dans, tónlistar og eftirvæntingar sameinaðist. " „Þessi ákvörðun hefur blundað í okkur lengi og við fengum aðila með okkur í verkefnið. Orkuveita Reykjavíkur, Alcoa, Menningarnótt, JSB, JEA og Flugfélag Íslands eru okkar bakhjarlar," segir Einar Bragi. Verkið verður flutt í Gvendarbrunni föstudagköldið fyrir menningarnótt, 22. ágúst klukkan átta. Sjá Draumar á Youtube hér.
Mest lesið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira