Lífið

Leikur elskhuga Ilmar

Rúnar Freyr Gíslason og Ilmur Kristjánsdóttir
Rúnar Freyr Gíslason og Ilmur Kristjánsdóttir

„Tökur hófust fyrir viku síðan og hafa gengið mjög vel. Þeim lýkur í lok ágúst," segir Rúnar Freyr Gíslason þegar Vísir spyr hann út í sjónvarpsþáttaröðina Ástríður sem sýndir verða á Stöð 2 í vetur.

„Ég leik Svein Torfa, sem Ástríður kynnist og byrjar í sambandi við. Þetta er tólf þátta sjónvarpssería sem Saga film framleiðir fyrir Stöð 2. Serían er skrifuð af Sigurjóni Kjartanssyni, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Ilmi Kristjáns og Silju Hauksdóttir. Silja er líka leikstjórinn."

„Þættirnir fjalla um Ástríði sem er að byrja að vinna í banka, hennar líf, ástir og sorgir. Ætli megi ekki segja að þetta séu gamanþættir með rómantísku vafi," segir Rúnar Freyr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.