Lífið

Hrókurinn skákar í Grænlandi

Einn keppendanna á skákhátíð í Grænlandi.
Einn keppendanna á skákhátíð í Grænlandi.

Skákhátíðin á Austur-Grænlandi hefur gengið vel en hún er haldin í samvinnu Hróksins og skákfélagsins í Tasiilaq sem heitir Løberen (Biskupinn).

Í vikunni voru haldin barnaskákmót á þremur stöðum - Tasiilaq, sem er stærsti bærinn á austurströnd Grænlands, og í þorpunum Kulusuk og Kuummiut. Hrókurinn hélt mótin í Tasiilaq og Kulusuk og var hið fyrrnefnda styrkt af Kaupþingi en hið síðarnefnda af Brosbolum. Kátu biskuparnir úr Hafnarfirði héldu utan um mótið í Kuummiut sem styrkt var af Landsbankanum.

Á öllum stöðunum mættu tugir barna til leiks. Veitt voru vegleg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin og aðrir keppendur fengu einnig vinninga.

Í gær var skákhátíðinni hins vegar haldið áfram með móti fyrir alla aldurshópa í Tasiilaq. Þátttakendur á mótinu voru 62 og fengu allir vinninga sem Henson og Smekkleysa áttu veg og vanda af.

Á mótinu var Harald Bianco, sem verið hefur Hróksmönnum stoð og stytta í skákstarfinu á Austur-Grænlandi, gerður að þrettánda heiðursfélaga Hróksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.