Lífið

Bubbi í lífsháska - myndband

Andri Ólafsson skrifar

Eins og Vísir sagði frá í gær voru Bubbi Morthens, Páll Magnússon útvarpsstjóri og fleiri ferjaðir frá Eyjum að landi í björgunarbát þegar Bubbi hafði lokið við að skemmta í Herjólfsdal á Þjóðhátíð.

Björgunarbáturinn komst ekki upp í Bakkafjöru og því þurfti föruneytið að fara síðasta spölinn á lítilli gúmmítuðru.

„Það sem gerist er að við förum inn á röngum stað og okkur tók niður inni í brimsköflunum," segir Bubbi en 2-3 metra háar öldur skulla á bátinn á hlið og aftan frá þannig að hann fylltist af vatni.

Vísir hefur undir höndum myndband sem sýnir þegar Bubbi Morthens, Páll Magnússon útvarpsstjóri, Páll sonur hans, Páll Eyjólfsson umboðsmaður og Heimir Geirsson stíga um borð í tuðruna sem heldur svo til lands.

Myndbandið sýnir svo Bubba eftir að hann er kominn aftur um borð í björgunarbátinn og hann heyrist lýsa því þegar hann lenti í briminu í Bakkafjöru.








Tengdar fréttir

Bubbi í lífsháska á gúmmítuðru með útvarpsstjóra

Þegar Bubbi Morthens hætti að starfa sem farandverkari, sjómaður og frystihúsaþræll árið 1979 ákvað hann að fara aldrei aftur í bát, nema líf lægi við. Um helgina var hann hinsvegar talaður inn á að sigla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem ekki var flogið. 10-12 þúsund manns sungu með lögum Bubba í brekkunni en síðan var farið með björgunarbát aftur að Bakka. Báturinn fer hinsvegar ekki alveg upp í fjöru og því þurfti að fara síðasta spölinn á lítilli gúmmítuðru. „Ég hef ekki orðið svona skelkaður síðan ég var barn, þetta var virkilega óþægileg lífsreynsla,“ segir Bubbi sem óttaðist um líf sitt þegar öldurnar gengu yfir bátinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.