Lífið

Paul Newman vill deyja heima

Paul Newman glímir við lungnakrabbamein.
Paul Newman glímir við lungnakrabbamein.

Leikarinn Paul Newman sem er 83 ára gamall glímir við krabbamein í lungum. Hann á að baki leik í rúmlega 80 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en dró sig í hlé árið 2006 vegna erfiðra veikinda.

Paul lauk nýverið meðferð við meininu á krabbameinsstöð Cornell- sjúkrahússins í New York og er mjög veikburða og fer því ferða sinna í hjólastól.

Leikarinn hefur beðið fjölskyldu sína um að leyfa sér að deyja á heimili sínu en ekki á sjúkrahúsi. Læknar segja að Paul eigi örfáar vikur frekar en mánuði eftir ólifaða.

Meðfylgjandi mynd var tekin af leikaranum ásamt núverandi eiginkonu, Joanne Woodward, á Cornell-sjúkrahúsinu í New York 31. júlí síðastliðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.