Lífið

Lisa Marie Presley með tvíbura

sev skrifar
Það er enginn stjarna með stjörnum þessa dagana öðru vísi en að eiga tvíbura. Nýjasta parið til að tilkynna að það eigi von á einum slíkum er Lisa Marie Presley og eiginmaðurinn Michael Lockwood. Móðir hennar Priscilla staðfesti þetta í sjónvarpsviðtali vestanhafs í gær, en gaf ekki upp hvers kyns tvíburarnir væru. Hún sagði Lisu Marie hafa viljað halda þessu leyndu eins lengi og hægt hefði verið, en hún á von á sér í haust. Fyrir á Lisa Marie tvö börn á táningsaldri með fyrri eiginmanni sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.