Lífið

Íslensk heimildamynd á MTV

Ragnhildur Magnúsdóttir framleiðandi myndarinnar.
Ragnhildur Magnúsdóttir framleiðandi myndarinnar.
Viðræður eru á lokastigi milli framleiðenda heimildamyndarinnar From Oakland To Iceland og MTV í Danmörku um sýningar á myndinni. Samkvæmt heimildum Vísis flaug Ragnhildur Magnúsdóttir framleiðandi myndarinnar út um helgina til viðræðna við stöðina. Þar á bæ eru menn afar hrifnir af myndinni, og til greina kemur jafnvel að sýna hana á fleiri svæðum en Skandinavíu.

Myndin fylgist með plötusnúðnum Illuga, DJ Platurn á ferð hans um heimaslóðirnar á íslandi, en hann hefur búið í Kaliforníu frá unga aldri. Myndin var frumsýnd á Skjaldbogarhátíðinni í maí síðastliðnum við góðar undirtektir, og verður sýnd á Airwaves hátíðinni þetta árið auk þess sem hún verið til sýninga í afþreyingarkerfi Iceland Express.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.