Fleiri fréttir

Vægi erlendra eigna stærstu sjóðanna nálgast óðum fjárfestingarþakið

Vægi erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt um 2.500 milljarða króna í dag, hefur hækkað um meira en þriðjung frá því í ársbyrjun 2018. Færist það stöðugt nær lögbundnu 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar sjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra.

Íslendingar straujuðu kortin fyrir 93 milljarða í desember

Heildar greiðslukortavelta, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna, í desember á nýliðnu ári nam samtals rúmum 101 milljarði króna. Veltan jókst um tæplega 13 prósent frá fyrri mánuði og um 18,6 prósent borið saman við desember á árinu 2020.

Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis

Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis.

Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga

Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns.

Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn

Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri.

Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar tapaði yfir tveimur milljörðum

Þrátt fyrir áskoranir vegna kórónuveirufaraldursins þá jukust tekjur Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi sem var reist af Jóni Ólafssyni árið 2004, um átta prósent á árinu 2020 og námu samtals tæplega 27 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag.

Eftirlitið segir stjórnvöldum að hafa hemil á Isavia

Samkeppniseftirlitið segir háttsemi Isavia á síðustu árum vekja áleitnar spurningar um það hvernig ríkisfyrirtækið nálgast samkeppni og samkeppnismál. Eftirlitið hefur beint tilmælum til ráðherra málaflokksins sem miða að því að skapa heilbrigða umgjörð um starfsemi á Keflavíkurflugvelli, draga úr óhagkvæmni í rekstri hans og efla ferðaþjónustu.

Þórdís Kolbrún eina konan með titil

Nokkurs titrings gætir innan Sjálfstæðisflokksins með kynjahlutföll stjórnenda eftir að tilkynnt var um ráðningar í tvær þungavigtarstöður innan flokksins í gær. Varaformaðurinn er eina konan með titil í stjórnkerfi flokksins.

Allar líkur á mögnuðu ári í sjávarútveginum

Hærri verð, áður vanmetin loðnuúthlutun og örlítið hagstæðari kostnaðarhlutföll eru helstu ástæður þess að greinendafyrirtækið Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á Brim um 17 prósent, eða úr 704 milljónum evra í 825 milljónir evra, jafnvirði um 122 milljarða íslenskra króna.

Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi

Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 

Útsvarstekjur borgarinnar jukust um 7,4 prósent milli ára

Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar námu 84 milljörðum króna á árinu 2021 og jukust um 7,4 prósent milli ára. Aukningin er á pari við meðalaukningu útsvarstekna sveitarfélaga í fyrra en af sex stærstu sveitarfélögunum var minnsta aukningin hjá Hafnarfjarðarbæ. Þetta má lesa úr nýjum tölum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Staðfestir úrskurð héraðsdóms um að hafna nauðasamningi Gray Line

Landsréttur staðfesti fyrr í dag úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember síðastliðnum um að hafna staðfestingu nauðasamnings Allrahanda GL sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því í júní árið 2020.

Jón Arnór Stefánsson ráðinn til Fossa markaða

Jón Arnór Stefánsson, sem var besti körfuknattsleiksmaður Íslands um langt árabil, hefur haslað sér völl á nýjum starfsvettvangi og verið ráðinn til verðbréfafyrirtækisins Fossa markaða.

Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði

Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna.

Listin að reka velferðarríki

Nútímasamfélög sækjast mörg hver eftir stöðu velferðarríkis, samtryggingu íbúanna. En rekstur þeirra fellur ekki að hvaða pólitísku stefnu sem er.

Hlutabréfasjóður hjá Íslandssjóðum skaraði fram úr með 60% ávöxtun

Sjóðurinn IS EQUUS Hlutabréf, sem er í rekstri Íslandssjóða, var með hæstu ávöxtun allra hlutabréfasjóða á árinu 2021 en hann skilaði sjóðsfélögum sínum tæplega 60 prósenta ávöxtun. Aðrir hlutabréfasjóðir, sem eru einnig opnir fyrir almenna fjárfesta, voru með ávöxtun á bilinu 35 til 49 prósent á síðasta ári.

Slagur um oddvitasæti Viðreisnar í borginni?

Stjórn Reykjavíkurráðs Viðreisnar hefur boðað til félagsfundar á mánudaginn, þann 10. janúar, þar sem ákveðið verður hvort farin verði leið prófkjörs eða uppstillingar við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor.

Ríkisbréfaeign lífeyrissjóða jókst talsvert í fyrra

Lífeyrissjóðir bættu talsvert við hlut sinn í ríkisskuldabréfum á árinu 2021. Sjóðirnir áttu 41 prósenta af markaðsverði útistandandi ríkisskuldabréfa í lok nóvember í fyrra samanborið við 35 prósent í lok nóvember 2020. Þetta kemur fram í nýútgefinni stefnu ríkissjóðs í lánamálum til ársins 2026.

Gildi selur í Eimskip fyrir nærri milljarð

Gildi, þriðji stærsti hluthafi Eimskips, minnkaði hlut sinn í félaginu um tæplega eitt prósent í liðnum mánuði og fer eftir söluna með rúmlega ellefu prósenta eignarhlut.

Fyrrum liðsmenn Samtaka iðnaðarins á þingi tókust á

Áhugavert var að sjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi milli jóla og nýárs að fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson varaþingmaður Viðreisnar kaus gegn áframhaldi á Allir vinna, eins stærsta hagsmunamáls iðnaðarins þessi dægrin.

Markaðurinn fái ekki „mikla magaverki“ af útgáfu ríkisbréfa í ár

Áform ríkissjóðs um útgáfu mun lengri skuldabréfa en áður eru jákvæðar fréttir að sögn viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði. Löng ríkisskuldabréf gefa lífeyrissjóðum færi á að verja langar skuldbindingar sínar betur en áður og á hærri vöxtum. Auk þess búa þau til raunverulegan viðmiðunarferil fyrir langa vexti og verðbólguvæntingar sem fjármögnun allra annarra í krónum mun taka mið af.

Sjá næstu 50 fréttir