Umræðan

Listin að reka velferðarríki

Kristrún Frostadóttir skrifar

Nútímasamfélög sækjast mörg hver eftir stöðu velferðarríkis, samtryggingu íbúanna. En rekstur þeirra fellur ekki að hvaða pólitísku stefnu sem er.

Ef litið er á núgildandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og fjármálastefnu liggur fyrir að halli verður á ríkissjóði fram til ársins 2026. Mikið ber á hallanum í umræðu um ríkisfjármál. Minna er rætt um dýnamíkína á bakvið.

Strax á þessu ári verða útgjöld ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu orðin aðeins lægri en þau voru að meðaltali á árunum 2016-2019 þegar ríkissjóður var að komast á lygnari sjó eftir 2008 kreppuna.

Strax á þessu ári verða útgjöld ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu orðin aðeins lægri en þau voru að meðaltali á árunum 2016-2019 þegar ríkissjóður var að komast á lygnari sjó eftir 2008 kreppuna.

Frá 2019 höfum við lent í COVID, erum enn með innviðaskuldirnar frá síðustu og þar síðustu ríkisstjórn á bakinu, höfum safnað loftlagsskuldum og enn ekki gert við göt í velferðarkerfinu okkar. En ríkisútgjöld sem hlutfall af hagkerfinu á þessu ári verða samt lægri að meðaltali en á árabilinu 2016-2019.

Hallinn á ríkissjóði undir lok spátímabilsins árið 2026 er því ekki vegna þess að engum böndum hafi verið komið á útgjöldin. Þvert á móti verða útgjöldin þá 29 prósent af landsframleiðslu, þau lægstu á öldinni. Sömu sögu má segja ef sveitarfélögunum er bætt við.

Sem er efni í margar, og aðrar, greinar.

Af hverju er þá halli allt til ársins 2026?

Það er tekjuhliðin sem er brostin. Um þá hlið er nær aldrei talað. Nema í tengslum við markmið ríkisstjórnarinnar að lækka skatta. Það markmið er þó sjaldnast sett í samhengi við hvað telst eðlilegt tekjustig til að halda úti norrænu velferðarríki. Hvað þá hvort hér á landi eigi við smæðarálag – við þurfum jú ákveðna yfirbyggingu líkt og fjölmennari lönd.

Það er tekjuhliðin sem er brostin. Um þá hlið er nær aldrei talað. Nema í tengslum við markmið ríkisstjórnarinnar að lækka skatta. Það markmið er þó sjaldnast sett í samhengi við hvað telst eðlilegt tekjustig til að halda úti norrænu velferðarríki. Hvað þá hvort hér á landi eigi við smæðarálag – við þurfum jú ákveðna yfirbyggingu líkt og fjölmennari lönd.

Núverandi spá ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir lágum tekjum ríkissjóðs næstu árin. Árið 2026 verða þær 28 prósent af landsframleiðslu eða þær lægstu á öldinni. Að meðtöldum sveitarfélögunum verða tekjur hins opinbera 39 prósent árið 2026. Ef frá eru talin fyrstu tvö árin eftir fjármálakreppuna 2008 er þetta lægsta prósentan á öldinni.

Hvað veldur?

Annars vegar er um grunnbreytingar á tekjustoðum ríkisins að ræða. Skattalækkanir og lækkanir á vöru- og þjónustugjöldum á síðustu árum. Í staðinn fyrir að hliðra til skattbyrðinni er um hreina minnkun á tekjum að ræða miðað við hagkerfið. Það er pólitík sumra flokka, sem er gott og vel.

Vandamál skapast aftur móti þegar reynt er að reka velferðarríki sem er samanburðarhæft við norrænu ríkin samhliða slíkri pólitík.

Hins vegar er þetta til marks um að staða atvinnulífsins og heimilanna verði enn veik á næstu árum eftir COVID. Tekjustofnanir vaxa greinilega hægt eftir áfallið, óháð uppbyggingu þeirra. Hvað vakir fyrir stjórnvöldum í því samhengi?

Að minnsta kosti ekki skilningur á öðrum mikilvægum þætti velferðarríkisins; virkum ríkisaðgerðum sem styðja við vinnumarkaðinn. Norræn velferðarsamfélög sem byggjast á öflugu velferðarríki í samvinnu við einkaframtak miða einmitt að jákvæðu viðmóti fyrirtækja til ríkisaðgerða, þá sér í lagi kjarabótum sem tryggja jafnvægi á vinnumarkaði.

Núverandi stjórnvöld virðast hins vegar hafa rofið þessa undirstöðu velferðarríkis með stefnuleysi í kjara- og vinnumarkaðsmálum. Fáar ef einhverjar tillögur hafa komið frá ríkisstjórninni á síðustu árum hvað varðar kjaramál nema að frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar þegar stefnir í verkföll.

Núverandi stjórnvöld virðast hins vegar hafa rofið þessa undirstöðu velferðarríkis með stefnuleysi í kjara- og vinnumarkaðsmálum. Fáar ef einhverjar tillögur hafa komið frá ríkisstjórninni á síðustu árum hvað varðar kjaramál nema að frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar þegar stefnir í verkföll.

Ríkisstjórnin ber fyrir sig mikla hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna nú í aðdraganda kjarasamninga, en minnist aldrei á þá staðreynd að húsnæðisverð hefur hækkað langt umfram ráðstöfunartekjur fólks á síðustu árum.

Eitthvað þarf að gefa eftir

Lítil og meðalstór fyrirtæki í hefðbundnum rekstri bera ekki ábyrgð á húsnæðisverðshækkunum. Þá stöðu má rekja til aðgerðaleysis í málaflokknum um áraraðir, og efnahagsaðgerða á tímum COVID. Það er stjórnvalda að leysa þann vanda.

Það er ekki hægt að firra sig ábyrgð á stærsta einstaka efnahagsmáli okkar tíma og stærsta drifkrafti launa- og verðbólguþrýstings. Við þurfum öfluga fyrirtækjaflóru hér á landi samhliða sterku velferðarkerfi. Þá dýnamík þarf að verja með aðgerðum, ekki afstöðuleysi.

Það er ekki hægt að firra sig ábyrgð á stærsta einstaka efnahagsmáli okkar tíma og stærsta drifkrafti launa- og verðbólguþrýstings. Við þurfum öfluga fyrirtækjaflóru hér á landi samhliða sterku velferðarkerfi. Þá dýnamík þarf að verja með aðgerðum, ekki afstöðuleysi.

Ef við viljum á annað borð teljast velferðarríki.

Við gætum auðvitað skipt um líkan, dregið saman velferðarseglin. En sá málflutningur berst ekki frá ríkisstjórninni. Enda vita þau að það vilja langfæstir Íslendingar. Staðreyndin er þó sú að reksturinn sem ríkisstjórnin boðar næstu árin er ekki í takt við málflutninginn í dag.

Algjörlega óháð því hvar fólk stendur í pólitík er ljóst að eitthvað þarf að gefa eftir.

Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Umræðan

Sjá meira


×