Gæti þurft sex prósenta nafnverðslækkun til að ná jafnvægi á fasteignamarkaði
Eigi að takast að leiðrétta það ójafnvægi sem myndaðist á fasteignamarkaði á tímum heimsfaraldurs og lágra vaxta, þegar íbúðaverð hækkaði langt umfram launþróun, þá gæti þurft til um sex prósenta nafnverðslækkun á næstu tveimur árum, að mati sérfræðings.
Tengdar fréttir
Aðhald peningastefnunnar „klárlega of mikið“ miðað við spár um hagvöxt
Þrátt fyrir varfærna vaxtalækkun peningastefnunefndar þá álítur Seðlabankinn að raunvaxtaaðhaldið hafi ekki breyst á milli funda og það sé „klárlega of mikið“ með hliðsjón af lakari hagvaxtarhorfum, að sögn seðlabankastjóra, en ekki sé hægt að horfa framhjá því að verðbólgan er á sama tíma enn þrálát. Eilítið mildari tónn í framvirkri leiðsögn peningastefnunefndar gefur henni „meira svigrúm“ til að bregðast við með frekari vaxtalækkunum ef það er enn að hægja á umsvifum í efnahagslífinu.