Hampiðjan ætti að styrkja stöðu sína í fiskeldi með frekari yfirtökum
Hampiðjan ætti að horfa til þess að styrkja enn stöðu sína í fiskeldi og á heimasvæðinu í Norður-Atlantshafi með frekari yfirtökum, að mati hlutabréfagreinenda sem telja að félagið sé verulega undirverðlagt á markaði, og þar væri meðal annars veiðarfæraframleiðandinn Egersund tilvalið skotmark. Þá eru stjórnendur hvattir til að skoða tvískráningu Hampiðjunnar í Noregi í því skyni að laða erlenda fjárfesta að félaginu og bæta verðmyndun.
Tengdar fréttir
Gengi Hampiðjunnar rýkur upp vegna uppfærslu í vísitölum FTSE
Tvö íslensk félög í Kauphöllinni munu bætast við vísitölur FTSE Russell fyrir nýmarkaðsríki upp úr miðjum næsta mánuði. Hlutabréfaverð Hampiðjunnar, annað af félögunum sem verður tekið inn í vísitölurnar, hefur rokið upp á markaði í dag en búast má við talsverðu innflæði fjármagns frá erlendum vísitölusjóðum við uppfærsluna.