Klinkið

Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði

Ritstjórn Innherja skrifar
BE3A1288
VÍSIR/VILHELM

Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna.

Svo varð ekki. Það leið nefnilega ekki nema mánuður frá undirritun kaupsamningsins og þangað til að færeyska samkeppniseftirlitið tilkynnti að það myndi ekki aðhafast vegna viðskiptanna. Skjót vinnubrögð hafa eflaust vakið undran á meðal íslensku seljendanna sem eru vanir heldur lengri málsmeðferð.

Um svipað leyti og salan á Magni hlaut brautargengi sendi Arion banki tilkynningu til Kauphallarinnar sem varpaði ljósi á hversu ólíkt eftirlitsstofnanirnar hafast að. Bankinn hafði gert ráð fyrir því að niðurstaða skoðunar Samkeppniseftirlitsins á kaupum Rapyd á Valitor, sem tilkynnt var um síðasta sumar, myndi liggja fyrir í lok árs. Svo varð ekki og hafa því Arion og Rapyd framlengt samkomulag sitt fram til 1. maí 2022.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×