Klinkið

Slagur um oddvitasæti Viðreisnar í borginni?

Ritstjórn Innherja skrifar
Þórdís Lóa og Pawel sitja fyrir hönd Viðreisnar í meirihluta í borginni með Samfylkingu, Vinstri grænum og  Pírötum.
Þórdís Lóa og Pawel sitja fyrir hönd Viðreisnar í meirihluta í borginni með Samfylkingu, Vinstri grænum og  Pírötum.

Stjórn Reykjavíkurráðs Viðreisnar hefur boðað til félagsfundar á mánudaginn, þann 10. janúar, þar sem ákveðið verður hvort farin verði leið prófkjörs eða uppstillingar við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor.

Þá verður ákveðið hvers kyns prófkjör verður ofan á, en samkvæmt reglum flokksins sem samþykktar voru af stjórn Viðreisnar þann 22. desember síðastliðinn, skulu það vera efstu tvö sætin að lágmarki en mest átta sæti sem kosið er um í prófkjöri. Seturétt á fundinum hafa eingöngu flokksbundnir Viðreisnarmenn í Reykjavík.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni hefur þegar gefið út að hún ætli sér að sækjast áfram eftir oddvitasætinu. Pawel Bartoszek, sem skipar annað sætið á eftir Þórdísi, hefur áður sagt í samtali við Innherja að hann hafi ekki gert upp hug sinn um hvort hann ætli sér ofar á lista því ekkert liggi fyrir um útfærslu uppröðunar á lista. Sú bið Pawels er brátt á enda.

Samkvæmt heimildum Innherja stendur vilji margra forystumanna Viðreisnar til þess að alvöru slagur verði um oddvitasætið. Þá kann vel að vera að fleiri en Þórdís Lóa og Pawel hyggist blanda sér í baráttuna.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×