Innherji

Birna Ósk um Boga Nils: „Hann tók þetta allt á kassann og hélt áfram“

Ritstjórn Innherja skrifar
Birna Ósk Einarsdóttir rifjar það upp í nýjasta þætti Þjóðmála þegar stór hluti af leiðarkerfi Icelandair hvarf á einum blaðamannafundi Donalds Trump í mars 2020. Fljótlega á eftir tóku önnur ríki upp sambærilega stefnu og rekstur flugfélagsins var í uppnámi.
Birna Ósk Einarsdóttir rifjar það upp í nýjasta þætti Þjóðmála þegar stór hluti af leiðarkerfi Icelandair hvarf á einum blaðamannafundi Donalds Trump í mars 2020. Fljótlega á eftir tóku önnur ríki upp sambærilega stefnu og rekstur flugfélagsins var í uppnámi.

Við upphaf kórónuveirufaraldursins gat enginn séð fyrir hversu mikil áhrif hann myndi hafa og hversu lengi faraldurinn myndi vara.

Þrátt fyrir að Icelandair hafi áður þurft að eiga við truflanir á leiðarkerfi félagsins, til dæmis vegna óveðurs, þá varð faraldurinn þess valdandi að félagið gekk í gegnum erfiðasta tímabil í sögu þess.

Birna Ósk Einarsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair, rifjar upp og segir sína hlið á þessari sögu í nýjasta hlaðvarpsþætti Þjóðmála. Hún hefur nú látið af störfum hjá Icelandair og mun í vikunni taka við nýju starfi sem framkvæmdastjóri markaðssviðs APM Terminals, dótturfélags skipafélagsins Maersk í Haag í Hollandi.

Í þættinum rifjar Birna Ósk upp að í byrjun árs 2020 hafi borist fréttir af veirufaraldri frá Kína sem kynni að hafa áhrif á flugsamgöngur. Stuttu síðar átti hún samtal við ráðherra sem upplýsti hana um að almannavarnir hér á landi væru að fylgjast með þróun mála og að mögulega þyrfti að gera viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við færi svo að veiran bærist til Íslands.

Eins og margir muna urðu sviptingar í þessum málum þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lét loka bandarískum landamærum fyrir öðrum en heimamönnum um miðjan mars 2020. Þar með hvarf stór hluti af leiðarkerfi Icelandair og fljótlega á eftir tóku önnur ríki upp sambærilega stefnu.

Eins og margir muna urðu sviptingar í þessum málum þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lét loka bandarískum landamærum fyrir öðrum en heimamönnum um miðjan mars 2020. Þar með hvarf stór hluti af leiðarkerfi Icelandair og fljótlega á eftir tóku önnur ríki upp sambærilega stefnu.

„Á stuttum tíma sáum við leiðarkerfið okkar hverfa,“ rifjar Birna Ósk upp í þættinum. Þá segir hún að Icelandair hafi þó fljótt áttað sig á mikilvægi þess að halda uppi samgöngum til og frá landinu. Þar hafi félagið verið komið í það hlutverk að tryggja að fólk gæti hitt fjölskyldur sínar, að fólk kæmist erlendis til að kveðja sína nánustu þegar svo bar undir, að fólk kæmist í mikilvægar læknisheimsóknir og fleira.

Áhrif veirunnar skullu sem fyrr segir á af fullum þunga um miðjan mars, sem er það tímabil sem hvað mest selst af ferðum til Íslands fyrir sumartímann. Birna Ósk rifjar upp að stjórnendur Icelandair lagt áherslu á að halda áfram að markaðssetja Ísland sem áfangastað þannig að landið yrði áfram á kortinu þegar ferðalög tækju við sér á ný.

Enginn gat séð fyrir hversu lengi faraldurinn myndi vara

„Við vorum sannfærð um að allt færi í gang eftir fjórar til sex vikur aftur,“ segir Birna Ósk.

Þá er sérstaklega vikið að þætti Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem þurfti að taka þá erfiðu ákvörðun að segja upp um 2.300 manns á einum degi og leiða félagið í kjölfarið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu á tíma þar sem vélar félagsins sátu flestar fastar á jörðinni.

„Ég sá hann aldrei skipta skapi í þessu ferli, hann tók þetta allt á kassann og hélt áfram,“ rifjar Birna Ósk upp.

„Ég held að ég hafi aldrei séð annað eins úthald, hann hélt áfram alveg eins lengi og þurfti, í eins margar vikur og mánuði og þurfti. Þetta er allt annað en sjálfsagt og það var mjög magnað að fylgjast með þessu.“

„Ég held að ég hafi aldrei séð annað eins úthald, hann hélt áfram alveg eins lengi og þurfti, í eins margar vikur og mánuði og þurfti. Þetta er allt annað en sjálfsagt og það var mjög magnað að fylgjast með þessu.“

Í þættinum fjallar Birna Ósk einnig um það hvort að íslensk ferðaþjónusta eigi sér viðreisnar von eftir faraldurinn en auk þess fjallar hún um stöðu kvenna í atvinnulífinu, þá reynslu sem hún öðlaðist sem stjórnandi hjá Landsvirkjun og Símanum áður en hún hóf störf hjá Icelandair auk þess sem hún ræðir um það starf sem hún snýr sér nú að erlendis.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.


Tengdar fréttir

Þjóðmál í samstarf við Innherja

Hlaðvarpsþátturinn Þjóðmál, í umsjá Gísla Freys Valdórssonar, og Innherji hefja samstarf á allra næstu dögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×