Innherji

Isavia og Íslandsbanki voru oftast í fréttum á árinu 2021

Ritstjórn Innherja skrifar
7V0A3889
VÍSIR/VILHELM

Ríkisfyrirtækið Isavia kom oftast fyrir í fréttum á árinu 2021 samkvæmt úttekt Creditinfo á fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtæki. 

Í öðru sæti er Íslandsbanki en eðli málsins samkvæmt hefur mikið verið fjallað um bankann í tengslum við skráningu hans á markað. Þá er Icelandair í þriðja sæti enda hefur mikið farið fyrir fréttum um ferðatakmarkanir og flugsamgöngur.

Ef litið er á fréttaumfjöllun síðustu viku er Kauphöllin í efsta sæti. Á síðum Innherja var meðal annars fjallað um sögulega lága veðtöku í Kauphöllinni, sjóðinn IS EQUUS Hlutabréf í rekstri Íslandssjóða sem var með hæstu ávöxtun allra hlutabréfasjóða á árinu 2021 og einnig fjórfjöldun á innflæði í hlutabréfasjóði í fyrra. Í öðru sæti er Icelandair, meðal annars vegna ráðninga í stjórnunarstöður, og Íslandsbanki er í því þriðja. 

Innherji, í samstarfi við Creditinfo, mun birta topplista félaga sem hafa oftast komið fyrir í fréttum þá vikuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×