Klinkið

Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn

Ritstjórn Innherja skrifar
Samkvæmt heimildum Innherja standa vonir forystumanna í flokknum til þess að alvöru slagur verði um oddvitasætið í Reykjavík.
Samkvæmt heimildum Innherja standa vonir forystumanna í flokknum til þess að alvöru slagur verði um oddvitasætið í Reykjavík.

Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri.

Kjörnefnd var kosin á fundinum sem mun útfæra fyrirkomulag prófkjörsins nánar samkvæmt reglum flokksins en samkvæmt þeim skulu það vera efstu tvö sætin að lágmarki en mest átta sæti sem kosið er um. Nefndin tekur einnig ákvörðun um dagsetningu prófkjörsdags.

Um verður að ræða lokað prófkjör fyrir flokksbundið Viðreisnarfólk, en Reykvíkingar geta skráð sig í flokkinn allt fram að þremur dögum fyrir prófkjörið.

Samkvæmt heimildum Innherja standa vonir forystumanna í flokknum til þess að alvöru slagur verði um oddvitasætið. Sitjandi oddviti, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur þegar tilkynnti að hún vilji halda áfram í borgarpólítíkinni. Líklegt er talið að Pawel Bartoszek, sem skipar annað sæti lista flokksins í borginni, muni skora Þórdísi Lóu á hólm.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×