Körfubolti

Grindavík fær fjölhæfan Slóvena

Sindri Sverrisson skrifar
Elma Dautovic er mætt til landsins.
Elma Dautovic er mætt til landsins.

Eftir að hafa byrjað tímabilið á góðum sigri gegn deildarmeisturum Fjölnis hafa Grindvíkingar nú fengið til slóvensku körfuboltakonuna Elmu Dautovic til að styrkja liðið enn frekar.

Dautovic er 21 árs gömul og lék síðast með Sokol í Tékklandi. Hún er 187 sentímetrar á hæð og leikur stöðu framherja, og á að baki leiki fyrir yngri landslið Slóveníu.

Dautovic verður með þegar Grindavík sætir Íslandsmeistara Njarðvíkur heim á miðvikudagskvöld, í 2. umferð Subway-deildarinnar.

„Ég er mjög spenntur að fá Elmu til liðs við okkur. Hún kemur með aukna hæð inn í liðið. Elma er einnig fjölhæfur leikmaður með gott skot. Hún á eftir að styrkja liðið á marga vegu og mun vonandi passa vel inn í okkar lið,“ segir Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, á heimasíðu félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×