Eigandi Phoenix Suns og Mercury selur eftir að vera dæmdur í bann vegna kvenhaturs og rasisma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2022 23:31 Vill ekki vera „truflun“ og hefur ákveðið að selja en þó eflaust aðeins fyrir rétt verð. Christian Petersen/Getty Images Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta og Phoenix Mercury í WNBA-deildinni, hefur ákveðið að selja eftir að hann var dæmdur í árs bann og sektaður um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Í október á síðasta ári komst hinn sextugi Sarver í fréttirnar þar sem í ljós hafði komið að hann væri ekki beint hinn fullkomni eigandi né yfirmaður. Sarver, sem keypti Suns upphaflega árið 2004, var ásakaður um kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu og annað áreiti. Tæpum mánuði síðar var staðfest að NBA-deildin hefði hafið rannsókn á hegðun Sarver í gegnum árin. Hann hafði áður verið gagnrýndur fyrir að skipta sér of mikið af liðinu en þetta voru ásakanir af allt öðrum toga. Rannsókn deildarinnar lauk nýverið og ásamt því að vera dæmdur í ársbann frá körfubolta þá var Sarver sektaður um 10 milljónir Bandaríkjadala eða einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Vegna þess hefur Sarver ákveðið að selja bæði Sólirnar og Mercury. Samkvæmt frétt The Washington Post eru Sólirnar metnar á 1.8 milljarð Bandaríkjadala í dag en ekki kemur fram hvort kaup á Mercury sé inn í þeirri jöfnu. Í yfirlýsingu sem Sarver gaf frá sér sagðist hann ekki vilja vera „truflun“ og að hann vilji „aðeins það besta“ fyrir bæði félög.“ Sarver tók einnig fram að hann sé trúaður og trúi á fyrirgefningu, það sé hins vegar ljóst að miðað við umræðu undanfarinna daga þá sé ekki hægt að aðskilja félögin frá því sem hann hafi gert í fortíðinni og því hafi hann hafið leit að nýjum eiganda. Robert Sarver, 2021: "I am OUTRAGED at these entirely false allegations!"Robert Sarver, 2022: "alas! I am but a humble man on a personal mission to seek forgiveness and enlightenment! truly our sick world is to blame for its inability to forgive me" pic.twitter.com/HiD924WQc2— Rodger Sherman (@rodger) September 21, 2022 Phoenix Suns tapaði 4-3 fyrir Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa farið alla leið í úrslit árið áður. Phoenix Mercury tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppni WNBA gegn verðandi meisturum í Las Vegas Aces. Körfubolti NBA Kynþáttafordómar Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira
Í október á síðasta ári komst hinn sextugi Sarver í fréttirnar þar sem í ljós hafði komið að hann væri ekki beint hinn fullkomni eigandi né yfirmaður. Sarver, sem keypti Suns upphaflega árið 2004, var ásakaður um kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu og annað áreiti. Tæpum mánuði síðar var staðfest að NBA-deildin hefði hafið rannsókn á hegðun Sarver í gegnum árin. Hann hafði áður verið gagnrýndur fyrir að skipta sér of mikið af liðinu en þetta voru ásakanir af allt öðrum toga. Rannsókn deildarinnar lauk nýverið og ásamt því að vera dæmdur í ársbann frá körfubolta þá var Sarver sektaður um 10 milljónir Bandaríkjadala eða einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Vegna þess hefur Sarver ákveðið að selja bæði Sólirnar og Mercury. Samkvæmt frétt The Washington Post eru Sólirnar metnar á 1.8 milljarð Bandaríkjadala í dag en ekki kemur fram hvort kaup á Mercury sé inn í þeirri jöfnu. Í yfirlýsingu sem Sarver gaf frá sér sagðist hann ekki vilja vera „truflun“ og að hann vilji „aðeins það besta“ fyrir bæði félög.“ Sarver tók einnig fram að hann sé trúaður og trúi á fyrirgefningu, það sé hins vegar ljóst að miðað við umræðu undanfarinna daga þá sé ekki hægt að aðskilja félögin frá því sem hann hafi gert í fortíðinni og því hafi hann hafið leit að nýjum eiganda. Robert Sarver, 2021: "I am OUTRAGED at these entirely false allegations!"Robert Sarver, 2022: "alas! I am but a humble man on a personal mission to seek forgiveness and enlightenment! truly our sick world is to blame for its inability to forgive me" pic.twitter.com/HiD924WQc2— Rodger Sherman (@rodger) September 21, 2022 Phoenix Suns tapaði 4-3 fyrir Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa farið alla leið í úrslit árið áður. Phoenix Mercury tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppni WNBA gegn verðandi meisturum í Las Vegas Aces.
Körfubolti NBA Kynþáttafordómar Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira