Fleiri fréttir

Stólarnir eiga miklu fleiri toppmenn í einvíginu til þessa
Tindastólsmenn og þá sérstaklega Taiwo Badmus eru mun oftar í efsta sætinu í tölfræðiþáttum lokaúrslitanna nú þegar aðeins oddaleikurinn er eftir.

Ísland nær HM í fyrsta sinn eftir ákvörðun FIBA um Rússa
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er öruggt um sæti í seinni umferð undankeppni HM 2023 og á þar með möguleika á að spila á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn í sögunni.

Slæmar fréttir fyrir Stólana: „Þreyttara“ liðið hefur alltaf tapað í oddaleik
Það hefur reynt á leikmenn Vals og Tindastóls síðustu vikurnar enda bæði lið nú komin alla leið í hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin sem mætast á Hlíðarenda í kvöld hafa þó ekki leikið nærri því eins marga leiki í þessari úrslitakeppni.

Er hægt að toppa þennan trylling í kvöld?
Önnur eins stemning hefur vart myndast á íþróttaviðburði á Íslandi eins og í Síkinu á Sauðárkróki á sunnudag. Grettismenn, stuðningsmenn Tindastóls, fóru þar á kostum eins og alla úrslitakeppnina.

Saga oddaleikjanna: Óskin um oddaleik rættist en ekki fleiri rassskelli, takk fyrir
Þrír af síðustu fjórum oddaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta hafa verið einstefna hjá öðru liðinu en ef eitt jafnasta úrslitaeinvígi sögunnar gefur einhver fyrirheit þá verður langþráð breyting á því í kvöld.

Butler með einstaka tölfræðilínu í sigri Miami liðsins í Boston
Jimmy Butler og félagar í Miami Heat eru komnir 1-0 yfir í úrslitum Austurdeildarinnar eftir útisigur á Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt.

Skagfirðingar mynduðu röð rúmum tveimur tímum fyrir opnun
Stuðningsmenn Tindastóls voru mættir í röð til þess að ná að festa kaup á miðum á oddaleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Stemningin var nokkuð góð, fólk var mætt með hátalara og stytti sér biðina með því að blasta Skagfirskum lögum.

Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar
Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar.

Vopnaður Rondo hótaði að drepa fyrrverandi konu sína fyrir framan börnin þeirra
Barnsmóðir Rajons Rondo, eins reyndasta leikstjórnanda NBA-deildarinnar í körfubolta, segir að hann hafi ógnað sér með byssu fyrir framan börn þeirra og hótað að drepa sig.

Fauk í þann stóra og skemmtilega
Boban Marjanovic er ekki aðeins einn hávaxnasti leikmaður NBA deildarinnar í dag því hann er líka einn sá skemmtilegasti.

Steph Curry útskrifaðist úr háskóla í miðri úrslitakeppninni
NBA stórstjarnan Stephen Curry var í Davidson háskólanum eins og Jón Axel Guðmundsson og Styrmir Snær Þrastarson en stökk yfir í NBA-deildina áður en hann kláraði námið. Nú hefur kappinn bætt úr því.

Ferðasaga á Krókinn: Klikkað kvöld meðal kúreka og krókódíla í Síkinu
„Má ég heyra?“ spyrja Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann í nýju stuðningsmannalagi Tindastóls. Og þeir heyrðu svo sannarlega í Skagafirðinum í fjórða leik Stólanna og Valsmanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í fyrrakvöld. Leikur sem líður þeim sem á horfðu seint úr minni, hvað þá þeim sem voru á staðnum.

Nei eða já: Er Luka Doncic sá besti sem er á lífi í úrslitakeppninni?
Þegar Sigga Beinteins og Sigrún Eva byrja að syngja í NBA þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport þá vita áhorfendur hvað er að fara að gerast.

Lögmál leiksins: Íslandstenging í NBA
„Það er búið að vera mjög skemmtileg þróun í gangi – Íslandstenging – í NBA,“ segir Kjartan Atli Kjartansson í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þátturinn er á sínum stað klukkan 20.35 á Stöð 2 Sport 2.

Ætlar ekki að hætta þrátt fyrir sögulegt hrun Phoenix
Þrátt fyrir að algjört hrun hjá Phoenix Suns í oddaleiknum gegn Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildar NBA er engan bilbug á Chris Paul að finna. Hann ætlar ekki að leggja skóna á hilluna strax.

Miðarnir á oddaleikinn ruku út
Þegar er orðið uppselt á oddaleik Vals og Tindastóls í körfubolta karla sem fram fer í Origo-höllinni á Hlíðarenda á miðvikudagskvöld.

Aldrei áður verið fleiri framlengingar í einni úrslitakeppni
Tindastóll tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn með dramatískum sigri á Val í troðfullu Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi. Úrslitin réðust í framlengingu eins og í fjórum öðrum leikjum í úrslitakeppni Subway-deildar karla í ár sem er met.

Miðasala hefst í hádegi og Króksarar fá þriðjung
Ljóst er að mun færri komast að en vilja á síðasta leik körfuboltatímabilsins á Íslandi, oddaleik Vals og Tindastóls. Miðasala á leikinn hefst í hádeginu.

Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans
Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi.

„Ég get ekki hætt að brosa“
Boston Celtics og Dallas Mavericks tryggðu sér bæði sæti í úrslitum deildanna í NBA deildinni í körfubolta eftir sannfærandi sigra í oddaleik í nótt.

Baldur Þór: Þar verða hetjur til og vonandi verður það okkar megin
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og þá staðreynd að liðið tapaði ekki heimaleik í alla úrslitakeppnina.

Pétur Rúnar: Gerðum mjög vel að halda trúnni
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti stærsta augnablikið í leiknum þegar að hann stal boltanum af Pavel Ermolinskij úr innkasti og skoraði í kjölfarið og kom Tindastól yfir 97 – 95.

Finnur Freyr: Vorum í dauðafæri til að klára þetta
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastóli, 97-95, í framlengdum leik á Sauðárkróki í kvöld. Með sigri hefðu Valsmenn orðið Íslandsmeistarar.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 97-95 | Herra Sauðárkrókur örlagavaldurinn í spennutrylli
Tindastóll knúði fram oddaleik gegn Val í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta með 97-95 sigri í stórkostlegum framlengdum leik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Liðin mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið.

Luka þarf að endurtaka leikinn gegn Clippers ef Dallas ætlar að eiga möguleika
Slóveninn Luka Dončić og liðsfélagar hans í Dallas Mavericks mæta Phoenix Suns í oddaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildar NBA á miðnætti. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Tryggvi og félagar tryggðu sætið
Lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta fór fram í kvöld þar sem einn íslenskur landsliðsmaður var í eldlínunni.

Tatum tryggði Celtics oddaleik og Stríðsmennirnir komust í úrslit
Jayson Tatum dró vagninn fyrir Boston Celtics í nótt er liðið tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Austudeildarinnar í NBA með 13 stiga sigri gegn ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 108-95. Þá Vann Golden State Warriors 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies, 110-96, og liðið er því á leið í úrslit Vesturdeildarinnar.

Jaka Brodnik verður áfram í Keflavík
Jaka Brodnik hefur endurnýjað samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun leikmaðurinn því vera áfram í herbúðum liðsins á næsta tímabili í Subway-deild karla.

Rússar framlengja gæsluvarðhald hinnar bandarísku Griner
Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar.

Embiid gagnrýndi Harden: „Fengum ekki Houston Harden“
Joel Embiid talaði ekki undir rós eftir að Philadelphia 76ers féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildar NBA og gagnrýndi samherja sinn, James Harden.

Mesta hrun í lokaúrslitum frá því eftir hrun
Tindastóll var 21 stigi yfir í leiknum á móti Val á Hlíðarenda í gær en tókst að glutra því niður og lenda aftur undir í úrslitaeinvíginu á móti Val.

„Erum að fara að keppa um titla“
Hilmar Smári Henningsson segir að hann sé ekki kominn aftur í Hauka til að vera í einhverri meðalmennsku. Hann segir að Hafnfirðingar ætli sér að berjast um titla.

Oddaleikur í Phoenix en Butler sendi Miami áfram
Miami Heat varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sig inn í fjögurra liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns og Dallas Mavericks mætast hins vegar í oddaleik.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 84-79 | Valsmenn tóku forystuna á ný eftir endurkomusigur
Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta 2-1 eftir fimm stiga sigur á heimavelli gegn Tindastól í kvöld, 84-79. Stólarnir náðu mest 21 stigs forystu í leiknum, en að lokum voru það Valsarar sem fögnuðu sigri.

„Yrði risastórt fyrir Tindastól að fara aftur á Krókinn með 2-1 forystu“
Staðan er jöfn í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla og liðin spila fyrir framan uppseldum Hlíðarenda í kvöld.

Haukarnir endurheimta tvo öfluga leikmenn í körfunni
Haukar fá til baka tvo fyrrum leikmenn sína fyrir átökin í úrvalsdeildinni næsta vetur en leikmennirnir voru kynntir á blaðamannafundi í hádeginu.

Blóðug stórstjarna og varnartilþrif gerðu út af við Boston
Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig og Jrue Holiday varðist fullkomlega á ögurstundu þegar meistarar Milwaukee Bucks náðu að vinna Boston Celtics 110-107 og komast í 3-2 í einvígi liðanna í NBA-deildinni í körfubolta.

„Markmiðið er að hafa 10 liða efstu deild“
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að markmið stjórnar KKÍ sé að fjölga liðum í Subway-deild kvenna úr átta liðum í tíu á næstu árum. Fjölgunin megi þó ekki bitna á 1. deildinni, sem gæti þar að leiðandi bitnað á íþróttinni í heild.

Skógarbirnirnir verða líklega að klára úrslitakeppni NBA án stórstjörnunnar
Útlitið er ekki gott fyrir Ja Morant, leikstjórnanda NBA-liðs Memphis Grizzlies eftir að hann meiddist í einvíginu á móti Golden State Warriors.

Uppselt á þriðja leik Vals og Tindastóls
Uppselt er á þriðja leik Vals og Tindastóls í úrslitum Subway-deildar karla í Origo-höllinni annað kvöld.

Í röng göng með gæslumenn á hælunum eftir stórt tap gegn Phoenix
Phoenix Suns og Miami Heat tóku forystuna í einvígum sínum í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

Nei eða já: „Málið með Knicks er að þeir bara hætta ekki að moka“
Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl.

Sigurður Gunnar nú sá sem hefur varið flest skot í sögu úrslitakeppninnar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson varði tvö skot frá Valsmönnum í Síkinu í gærkvöldi og varð um leið sá sem hefur varið flest skot í sögu úrslitakeppninnar.

Pétur Rúnar var farinn að ógna meti Jóns Arnórs í gærkvöldi
Jón Arnór Stefánsson á enn metið yfir fullkomnasta stoðsendingaleikinn í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en það met var í hættu í Síkinu í gærkvöldi.

Röddin á Króknum er fjórtán ára „fæddur performer“
Það voru ekki bara yfirburðir hjá Tindastól inn á vellinum á móti Val í öðrum leik lokaúrslitanna heldur áttu þeir sem fyrr stúkuna líka. Sá sem kemur liðinu og stuðningsmönnunum í gang í kynningunni er yngri en flestir halda sem heyra hann fara á kostum.