Embiid gagnrýndi Harden: „Fengum ekki Houston Harden“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2022 13:31 Joel Embiid og James Harden áttu að mynda eitt besta tvíeyki NBA-deildarinnar. Það rættist allavega ekki í vetur. getty/Tim Nwachukwu Joel Embiid talaði ekki undir rós eftir að Philadelphia 76ers féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildar NBA og gagnrýndi samherja sinn, James Harden. Sixers fékk Harden í staðinn fyrir Ben Simmons og vonaðist til að það yrði til þess að liðið kæmist loksins í úrslit Austurdeildarinnar. Sú varð ekki raunin því Sixers tapaði fyrir Miami Heat, 4-2, í undanúrslitunum. Miami vann sjötta leik liðanna í nótt, 90-99. Harden gerði lítið í leiknum, tók bara níu skot, þar af aðeins tvö í seinni hálfleik. Hann endaði með ellefu stig, fjögur fráköst og níu stoðsendingar. Embiid var ekki sáttur með framlag Hardens í leiknum, sé síðan hann kom til Sixers. „Síðan við fengum hann bjuggust allir við að við fengjum að sjá Houston James Harden. En hann er ekki þannig lengur. Hann er meiri leikstjórnandi. Mér fannst eins og hann, og við allir, hefðum getað verið ágengari. Allir okkar, hvort sem það voru Tyrese [Maxey], Tobias [Harris] eða strákarnir sem komu af bekknum,“ sagði Embiid. Kamerúnski miðherjinn átti alls ekki góðan leik í nótt, skoraði aðeins tuttugu stig og klikkaði á sautján af 24 skotum sínum. Hann viðurkenndi að Miami hefði verðskuldað að vinna einvígið. „Allir verða að gera betur. Þetta snýst ekki bara um mig eða Harden. Þegar litið er á allan leikmannahópinn er ástæða fyrir því að við töpuðum fyrir Miami. Við vorum ekki nógu góðir og allir verða að bæta sig,“ sagði Embiid og bætti við að Sixers þyrfti fleiri harðhausa og nefndi sem dæmi PJ Tucker, leikmann Miami. Í deildarkeppninni var Embiid með 30,6 stig, 11,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni lækkuðu tölurnar hressilega þótt meiðsli hafi vissulega sitt strik í reikning Kamerúnans. Í níu leikjum í úrslitakeppninni var Embiid með 24 stig, 10,6 fráköst og 2,1 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Sixers fékk Harden í staðinn fyrir Ben Simmons og vonaðist til að það yrði til þess að liðið kæmist loksins í úrslit Austurdeildarinnar. Sú varð ekki raunin því Sixers tapaði fyrir Miami Heat, 4-2, í undanúrslitunum. Miami vann sjötta leik liðanna í nótt, 90-99. Harden gerði lítið í leiknum, tók bara níu skot, þar af aðeins tvö í seinni hálfleik. Hann endaði með ellefu stig, fjögur fráköst og níu stoðsendingar. Embiid var ekki sáttur með framlag Hardens í leiknum, sé síðan hann kom til Sixers. „Síðan við fengum hann bjuggust allir við að við fengjum að sjá Houston James Harden. En hann er ekki þannig lengur. Hann er meiri leikstjórnandi. Mér fannst eins og hann, og við allir, hefðum getað verið ágengari. Allir okkar, hvort sem það voru Tyrese [Maxey], Tobias [Harris] eða strákarnir sem komu af bekknum,“ sagði Embiid. Kamerúnski miðherjinn átti alls ekki góðan leik í nótt, skoraði aðeins tuttugu stig og klikkaði á sautján af 24 skotum sínum. Hann viðurkenndi að Miami hefði verðskuldað að vinna einvígið. „Allir verða að gera betur. Þetta snýst ekki bara um mig eða Harden. Þegar litið er á allan leikmannahópinn er ástæða fyrir því að við töpuðum fyrir Miami. Við vorum ekki nógu góðir og allir verða að bæta sig,“ sagði Embiid og bætti við að Sixers þyrfti fleiri harðhausa og nefndi sem dæmi PJ Tucker, leikmann Miami. Í deildarkeppninni var Embiid með 30,6 stig, 11,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni lækkuðu tölurnar hressilega þótt meiðsli hafi vissulega sitt strik í reikning Kamerúnans. Í níu leikjum í úrslitakeppninni var Embiid með 24 stig, 10,6 fráköst og 2,1 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira