Nei eða já: Er Luka Doncic sá besti sem er á lífi í úrslitakeppninni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 07:31 Luka Doncic hélt sínum mönnum í Dallas Mavericks á tánum og mótherjunum í Phoenix Suns við efnið í oddaleiknum. Getty/Christian Petersen Þegar Sigga Beinteins og Sigrún Eva byrja að syngja í NBA þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport þá vita áhorfendur hvað er að fara að gerast. NBA- deildin í körfubolta er á lokasprettinum á þessu tímabili en nú er komið inn í úrslit deildanna sem hefjast í þessari viku. Það var því nóg að tala um í uppgjörsþætti vikunnar. Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var auðvitað á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Að þessu sinni voru sérfræðingarnir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur í þetta skiptið: - Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn? Sérfræðingarnir voru efins um að það hefði verið hægt að biðja en það munaði auðvitað mikið um það að Milwaukee Bucks spilaði án stórstjörnunnar Khris Middleton sem var meiddur. „Gianni getur augljóslega haldið hausnum svolítið hátt að ýta Boston í leik sjö og er næstum því 48 mínútum frá því að slá þá út án Khris Middleton. Það er bara heljarins f-g afrek,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég held að það verði engin alvarleg naflaskoðun í sumar. Þeir þurfa aðeins að hugsa sinn gang en engin naflaskoðun,“ sagði Tómas Steindórsson. „Ja Morant er 22 ára og hann á nóg eftir til að vaxa. Hann er með gæja í kringum sig en svarið er já því hann þarf aðra stjörnu. En þeir geta búið hana til innan liðsins. Þú þarf ekki að fara og fórna framtíðinni þinni til að ná í einhvern,“ sagði Hörður. „Það heimskulegasta sem þeir gætu gert væri að skipta frá sér Bane, Brooks eða Jaren, Jackson Jr. og fá einhver einn inn fyrir tvo af þeim,“ sagði Tómas. Tómas er sammála því að Luka Doncic sé besti leikmaðurinn sem er eftir í úrslitakeppninni. „Ef menn vilja fá einhvern rökstuðning fyrir því horfið bara á fyrri hálfleikinn í leik sjö,“ sagði Tómas en Doncic skoraði jafnmikið og allt Phoenix Suns liðið í fyrri hálfleik oddaleiksins. Þeir töluðu um að mesta samkeppnin væri frá Steph Curry, Jimmy Butler og Jason Tatum. „Að mínu mati eru sex leikmenn á þessu efsta stigi í NBA deildarinnar, kannski bara fimm af því að ég myndi taka LeBron James út úr þessum pakka núna. Það eru Kevin Durant, Joel Embid, Nikola Jokić, Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo. Ég set þessa efsta en svo koma LeBron, Cirry og Tatum þarna á eftir,“ sagði Hörður. Hörður heldur að Chris Paul nái ekki að verða NBA-meistari á sínum ferli og Tómas er sammála. Það má sjá alla umræðuna og öll svörin hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já 16.maí 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
NBA- deildin í körfubolta er á lokasprettinum á þessu tímabili en nú er komið inn í úrslit deildanna sem hefjast í þessari viku. Það var því nóg að tala um í uppgjörsþætti vikunnar. Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var auðvitað á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Að þessu sinni voru sérfræðingarnir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur í þetta skiptið: - Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn? Sérfræðingarnir voru efins um að það hefði verið hægt að biðja en það munaði auðvitað mikið um það að Milwaukee Bucks spilaði án stórstjörnunnar Khris Middleton sem var meiddur. „Gianni getur augljóslega haldið hausnum svolítið hátt að ýta Boston í leik sjö og er næstum því 48 mínútum frá því að slá þá út án Khris Middleton. Það er bara heljarins f-g afrek,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég held að það verði engin alvarleg naflaskoðun í sumar. Þeir þurfa aðeins að hugsa sinn gang en engin naflaskoðun,“ sagði Tómas Steindórsson. „Ja Morant er 22 ára og hann á nóg eftir til að vaxa. Hann er með gæja í kringum sig en svarið er já því hann þarf aðra stjörnu. En þeir geta búið hana til innan liðsins. Þú þarf ekki að fara og fórna framtíðinni þinni til að ná í einhvern,“ sagði Hörður. „Það heimskulegasta sem þeir gætu gert væri að skipta frá sér Bane, Brooks eða Jaren, Jackson Jr. og fá einhver einn inn fyrir tvo af þeim,“ sagði Tómas. Tómas er sammála því að Luka Doncic sé besti leikmaðurinn sem er eftir í úrslitakeppninni. „Ef menn vilja fá einhvern rökstuðning fyrir því horfið bara á fyrri hálfleikinn í leik sjö,“ sagði Tómas en Doncic skoraði jafnmikið og allt Phoenix Suns liðið í fyrri hálfleik oddaleiksins. Þeir töluðu um að mesta samkeppnin væri frá Steph Curry, Jimmy Butler og Jason Tatum. „Að mínu mati eru sex leikmenn á þessu efsta stigi í NBA deildarinnar, kannski bara fimm af því að ég myndi taka LeBron James út úr þessum pakka núna. Það eru Kevin Durant, Joel Embid, Nikola Jokić, Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo. Ég set þessa efsta en svo koma LeBron, Cirry og Tatum þarna á eftir,“ sagði Hörður. Hörður heldur að Chris Paul nái ekki að verða NBA-meistari á sínum ferli og Tómas er sammála. Það má sjá alla umræðuna og öll svörin hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já 16.maí 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
- Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn?
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira