Körfubolti

Fauk í þann stóra og skemmtilega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jú Boban Marjanovic getur víst orðið reiður. Það sáum við í lok síðasta leiks Dallas Mavericks.
Jú Boban Marjanovic getur víst orðið reiður. Það sáum við í lok síðasta leiks Dallas Mavericks. Getty/Steph Chambers

Boban Marjanovic er ekki aðeins einn hávaxnasti leikmaður NBA deildarinnar í dag því hann er líka einn sá skemmtilegasti.

Það eru ófá myndböndin til með Boban þar sem hann er hrókur alls fagnaðar og það er fer ekkert á milli mála að hann er mjög vinsæll liðsfélagi.

Boban er 221 sentimetrar á hæð og hefur spilað með Dallas Mavericks frá árinu 2019. Dallas Mavericks tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar með sannfærandi stórsigri á Phoenix Suns í oddaleik.

Marjanovic spilaði lokamínútur leiksins og skoraði síðustu körfu Dallas. Þegar hann ætlaði að rekja boltann yfir miðju og láta tímann renna út þá kom inn 183 sentimetra Aaron Holiday aftan að honum, stal boltanum, og fór fram og skoraði þrist.

Marjanovic brást mjög illa við þessu enda viðurkennt í deildinni að leikmenn reyna ekki að skora þegar leikurinn er búinn og úrslitin ráðin.

Það fauk hins vegar í þann stóra og skemmtilega Boban og menn þurftu að hafa sig alla við að halda aftur að þessum stóra manni. Dallas var komið örugglega áfram en Marjanovic ætlaði í Holiday.

Franski miðherjinn Rudy Gobert þekkir það vel að mæta Boban Marjanovic en hann viðurkenndi að þetta væri í fyrsta sinn sem hann hefur séð hann reiðann.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.