Nei eða já: „Málið með Knicks er að þeir bara hætta ekki að moka“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. maí 2022 23:30 Strákarnir fóru um víðan völl í liðnum „Nei eða já“ í þættinum Lögmál leiksins í gærkvöldi. Stöð 2 Sport Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Eins og alltaf voru sérfræðingarnir Sigurður Orri Kristjánsson, Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og í þetta sinn voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur: - Detroit Pistons er með bestu langtíma framtíðarhorfurnar - Hola Lakers er dýpri Knicks - Denver er meistarakandídat með fullskipað lið - Warriors eru að leika stórkostlegan körfubolta Kjartan byrjaði á því að spyrja Detroit-manninn Sigurð Orra að því hvort langtíma framtíðarhorfur Pistons væru þær bestu í deildinni. Sigurður vildi ekki meina það og minnti á að Luka Doncic væri bara 23 ára. Því væru framtíðarhorfur Dallas Mavericks líklega þær bestu í deildinni. Þegar sú umræða var á enda færði Kjartan sig yfir á Knicks-manninn Hörð Unnsteinsson og spurði hvort hola Los Angeles Lakers væri dýpri en hola New York Knicks. „Nei,“ sagði Hörður nokkuð ákveðinn. „Það er nú bara eitt nafn sem bjargar því samt held ég og það er Anthony Davis. Þeirra max-gæi á besta aldri er betri en okkar gæi á besta aldri. Ég held að það séu allir max-gæjarnir á besta aldri betir heldur en Julius Randle.“ Kollegar Harðar voru greinilega sammála honum. „Þetta er búin að vera svolítið djúp hola þarna í 30 ár. Þetta er rosaleg hola,“ sagði Tómas og Sigurður tók í sama streng. „Málið með Knicks Hörður, er að þeir bara hætta ekki að moka. Enda verður hún alltaf dýpri,“ bætti Sigurður við. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Strákarnir veltu svo einnig fyrir sér hvort að Dallas Mavericks gæti orðið meistari með fullskipað lið og hvort Golden State Warriors væru að spila stórkostlegan körfubolta eða ekki. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins NBA Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Eins og alltaf voru sérfræðingarnir Sigurður Orri Kristjánsson, Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og í þetta sinn voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur: - Detroit Pistons er með bestu langtíma framtíðarhorfurnar - Hola Lakers er dýpri Knicks - Denver er meistarakandídat með fullskipað lið - Warriors eru að leika stórkostlegan körfubolta Kjartan byrjaði á því að spyrja Detroit-manninn Sigurð Orra að því hvort langtíma framtíðarhorfur Pistons væru þær bestu í deildinni. Sigurður vildi ekki meina það og minnti á að Luka Doncic væri bara 23 ára. Því væru framtíðarhorfur Dallas Mavericks líklega þær bestu í deildinni. Þegar sú umræða var á enda færði Kjartan sig yfir á Knicks-manninn Hörð Unnsteinsson og spurði hvort hola Los Angeles Lakers væri dýpri en hola New York Knicks. „Nei,“ sagði Hörður nokkuð ákveðinn. „Það er nú bara eitt nafn sem bjargar því samt held ég og það er Anthony Davis. Þeirra max-gæi á besta aldri er betri en okkar gæi á besta aldri. Ég held að það séu allir max-gæjarnir á besta aldri betir heldur en Julius Randle.“ Kollegar Harðar voru greinilega sammála honum. „Þetta er búin að vera svolítið djúp hola þarna í 30 ár. Þetta er rosaleg hola,“ sagði Tómas og Sigurður tók í sama streng. „Málið með Knicks Hörður, er að þeir bara hætta ekki að moka. Enda verður hún alltaf dýpri,“ bætti Sigurður við. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Strákarnir veltu svo einnig fyrir sér hvort að Dallas Mavericks gæti orðið meistari með fullskipað lið og hvort Golden State Warriors væru að spila stórkostlegan körfubolta eða ekki. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
- Detroit Pistons er með bestu langtíma framtíðarhorfurnar - Hola Lakers er dýpri Knicks - Denver er meistarakandídat með fullskipað lið - Warriors eru að leika stórkostlegan körfubolta
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins NBA Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira