Nei eða já: „Málið með Knicks er að þeir bara hætta ekki að moka“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. maí 2022 23:30 Strákarnir fóru um víðan völl í liðnum „Nei eða já“ í þættinum Lögmál leiksins í gærkvöldi. Stöð 2 Sport Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Eins og alltaf voru sérfræðingarnir Sigurður Orri Kristjánsson, Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og í þetta sinn voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur: - Detroit Pistons er með bestu langtíma framtíðarhorfurnar - Hola Lakers er dýpri Knicks - Denver er meistarakandídat með fullskipað lið - Warriors eru að leika stórkostlegan körfubolta Kjartan byrjaði á því að spyrja Detroit-manninn Sigurð Orra að því hvort langtíma framtíðarhorfur Pistons væru þær bestu í deildinni. Sigurður vildi ekki meina það og minnti á að Luka Doncic væri bara 23 ára. Því væru framtíðarhorfur Dallas Mavericks líklega þær bestu í deildinni. Þegar sú umræða var á enda færði Kjartan sig yfir á Knicks-manninn Hörð Unnsteinsson og spurði hvort hola Los Angeles Lakers væri dýpri en hola New York Knicks. „Nei,“ sagði Hörður nokkuð ákveðinn. „Það er nú bara eitt nafn sem bjargar því samt held ég og það er Anthony Davis. Þeirra max-gæi á besta aldri er betri en okkar gæi á besta aldri. Ég held að það séu allir max-gæjarnir á besta aldri betir heldur en Julius Randle.“ Kollegar Harðar voru greinilega sammála honum. „Þetta er búin að vera svolítið djúp hola þarna í 30 ár. Þetta er rosaleg hola,“ sagði Tómas og Sigurður tók í sama streng. „Málið með Knicks Hörður, er að þeir bara hætta ekki að moka. Enda verður hún alltaf dýpri,“ bætti Sigurður við. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Strákarnir veltu svo einnig fyrir sér hvort að Dallas Mavericks gæti orðið meistari með fullskipað lið og hvort Golden State Warriors væru að spila stórkostlegan körfubolta eða ekki. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins NBA Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Sjá meira
Eins og alltaf voru sérfræðingarnir Sigurður Orri Kristjánsson, Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og í þetta sinn voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur: - Detroit Pistons er með bestu langtíma framtíðarhorfurnar - Hola Lakers er dýpri Knicks - Denver er meistarakandídat með fullskipað lið - Warriors eru að leika stórkostlegan körfubolta Kjartan byrjaði á því að spyrja Detroit-manninn Sigurð Orra að því hvort langtíma framtíðarhorfur Pistons væru þær bestu í deildinni. Sigurður vildi ekki meina það og minnti á að Luka Doncic væri bara 23 ára. Því væru framtíðarhorfur Dallas Mavericks líklega þær bestu í deildinni. Þegar sú umræða var á enda færði Kjartan sig yfir á Knicks-manninn Hörð Unnsteinsson og spurði hvort hola Los Angeles Lakers væri dýpri en hola New York Knicks. „Nei,“ sagði Hörður nokkuð ákveðinn. „Það er nú bara eitt nafn sem bjargar því samt held ég og það er Anthony Davis. Þeirra max-gæi á besta aldri er betri en okkar gæi á besta aldri. Ég held að það séu allir max-gæjarnir á besta aldri betir heldur en Julius Randle.“ Kollegar Harðar voru greinilega sammála honum. „Þetta er búin að vera svolítið djúp hola þarna í 30 ár. Þetta er rosaleg hola,“ sagði Tómas og Sigurður tók í sama streng. „Málið með Knicks Hörður, er að þeir bara hætta ekki að moka. Enda verður hún alltaf dýpri,“ bætti Sigurður við. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Strákarnir veltu svo einnig fyrir sér hvort að Dallas Mavericks gæti orðið meistari með fullskipað lið og hvort Golden State Warriors væru að spila stórkostlegan körfubolta eða ekki. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
- Detroit Pistons er með bestu langtíma framtíðarhorfurnar - Hola Lakers er dýpri Knicks - Denver er meistarakandídat með fullskipað lið - Warriors eru að leika stórkostlegan körfubolta
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins NBA Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Sjá meira