Körfubolti

Jaka Brodnik verður áfram í Keflavík

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jaka Brodnik skrifaði undir nýjan samning við Keflvíkinga í dag.
Jaka Brodnik skrifaði undir nýjan samning við Keflvíkinga í dag.

Jaka Brodnik hefur endurnýjað samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun leikmaðurinn því vera áfram í herbúðum liðsins á næsta tímabili í Subway-deild karla.

Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur, en Brodnik gekk til liðs við Keflvíkinga síðastliðið sumar. Á tímabilinu skilaði hann 14 stigum og 5,5 fráköstum að meðaltali í leik.

Leikmaðurinn kom fyrst til Íslands árið 2018 og lék þá eitt tímabil með fráfarandi Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn. Hann fór þaðan norður á Sauðárkrók þar sem hann lék tvö tímabil með Tindastól og þaðan flutti hann sig suður til Keflavíkur.

„Það er mikill heiður og ég er spenntur fyrir því að halda áfram í „Sunny Kef,“ sagði Brodnik í yfirlýsingu Keflvíkinga.

„Ég hlakka til að spila aftur í Keflavíkurtreyjunni. Ég mun gefa allt sem ég á, njóta þess að spila og deila gleðinni með stuðningsmönnum okkar aftur.Ég get ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist á ný,“ sagði Brodnik að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.