Körfubolti

Aldrei áður verið fleiri framlengingar í einni úrslitakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Tindastóls héldu sér á lífi með dramatískum sigri í Síkinu í gær.
Leikmenn Tindastóls héldu sér á lífi með dramatískum sigri í Síkinu í gær. Vísir/Bára Dröfn

Tindastóll tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn með dramatískum sigri á Val í troðfullu Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi. Úrslitin réðust í framlengingu eins og í fjórum öðrum leikjum í úrslitakeppni Subway-deildar karla í ár sem er met.

Mest höfðu verið þrír framlengdir leikir í einni úrslitakeppni nú síðast árið 2019. Það voru einnig þrír leikir framlengdir í úrslitakeppnunum 2016, 2015, 2011, 2008, 2007, 2001, 1998, 1995 og 1985.

Tveir leikir voru framlengdir í átta liða úrslitunum í ár og svo aðrir tveir fóru í framlengingu í undanúrslitum.

Tindastóll og Valur voru í gær bæði að spila sinn þriðja framlengda leik í þessari úrslitakeppni og höfðu bæði unnið hina tvö. Stólarnir hafa því unnið þrjá af þremur framlengdum leikjum í úrslitakeppninni í ár en Valsmenn tvo af þremur.

Þau eru bæði fyrstu liðin sem fara í framlengdan leik á öllum stigum úrslitakeppninnar, það er i átta liða úrslitum, undanúrslitum og lokaúrslitum.

Stólarnir eru líka þriðja liðið í sögunni sem vinnur þrjá leiki í framlengingu í sömu úrslitakeppni og bættust þar í hóp með ÍR-ingum frá 2019 og Keflvíkingum frá 2011.

  • Lið sem hafa farið í þrjár framlengingar í einni úrslitakeppni:
  • Tindastóll 2022 (3 sigrar - 0 töp)
  • ÍR 2019 (3 sigrar - 0 töp)
  • Keflavík 2011 (3 sigrar - 0 töp)
  • Valur 2022 (2 sigrar - 1 tap)
  • Haukar 1985 (2 sigrar - 1 tap)
  • ÍA 1998 (2 sigrar - 1 tap)
  • KR 2001 (1 sigur - 2 töp)Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.