Körfubolti

Baldur Þór: Þar verða hetjur til og vonandi verður það okkar megin

Ísak Óli Traustason skrifar
Baldur Þór, þjálfari Tindastóls.
Baldur Þór, þjálfari Tindastóls. Vísir/Bára Dröfn

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og þá staðreynd að liðið tapaði ekki heimaleik í alla úrslitakeppnina.

„Jacob Calloway gerði allt til þess reyna að láta það gerast en það gerðist ekki.“

Leikurinn var fram og til baka og skiptust liðin á því að koma með áhlaup.

„Þetta er geggjað lið sem við erum að spila við og ég er ánægður að hafa náð í sigur í crunch leik.“

Zoran Vrkic, leikmaður Tindastóls spilaði einungis þrjár mínútur í leiknum og er ekki heill heilsu.

„Það kemur alltaf maður í manns stað og Zoran er bara meiddur, eins leiðinlegt og það er. Hann gefur okkur helling, sérstaklega sóknarlega og hrikalega vont að missa hann út.“

„Þetta er bara 50/50 leikur og við með bakið upp við vegg, menn vilja meira, annað en að detta út á heimavelli.“

Að lokum sagði Baldur að þetta væri bara einn leikur og ,,bæði lið eru að berjast um sama hlutinn og þar verða hetjur til og vonandi verður það okkar megin.“


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

Pétur Rúnar: Gerðum mjög vel að halda trúnni

Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti stærsta augnablikið í leiknum þegar að hann stal boltanum af Pavel Ermolinskij úr innkasti og skoraði í kjölfarið og kom Tindastól yfir 97 – 95.

Finnur Freyr: Vorum í dauðafæri til að klára þetta

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastóli, 97-95, í framlengdum leik á Sauðárkróki í kvöld. Með sigri hefðu Valsmenn orðið Íslandsmeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×