Röddin á Króknum er fjórtán ára „fæddur performer“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2022 10:30 Hlífar Óli Dagsson hefur staðið sig frábærlega í úrslitakeppninni alveg eins og allt Tindastólsliðið. S2 Sport Það voru ekki bara yfirburðir hjá Tindastól inn á vellinum á móti Val í öðrum leik lokaúrslitanna heldur áttu þeir sem fyrr stúkuna líka. Sá sem kemur liðinu og stuðningsmönnunum í gang í kynningunni er yngri en flestir halda sem heyra hann fara á kostum. Tindastóls-stuðningsmaðurinn Hlífar Óli Dagsson sló í gegn hjá strákunum í Subway Körfuboltakvöldi í gær og var eftir leikinn ekki bara valinn stuðningsmaður leiksins heldur fékk líka að mæta til þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga í beinni. „Við erum komnir með Hlífar Óla Dagsson í settið sem hlóð í eina mögnuðustu kynningu sem við höfum heyrt eins og hann hefur gert alla úrslitakeppnina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þetta er alveg geggjað. Ég sá hann ekki áðan þegar hann var að kynna og ég hélt að þetta væri fertugur karlmaður. Svo kíkti ég og sá að þetta er strákur fæddur 2007. Þvílíkur meistari,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Kjartan Atli spilaði síðan brot úr kynningu Hlífars en hann verður ekki fimmtán ára fyrr en í október. „Hérna heyrum við þetta Hlífar Óli. Undirbýrð þú þig mikið fyrir kynningarnar,“ spurði Kjartan Atli og strákurinn var fljótur að svara. „Neibb, ég geri þetta bara á staðnum. Ég finn þetta bara hjá mér og ég er bara fæddur performer,“ sagði Hlífar Óli. Klippa: Fimmtán ára strákur sér um kynningarnar í Síkinu Hann segist ekkert vera að pæla í því hvernig aðrir kynnar eru að kynna lið sín til leiks hvort sem það er í NBA-deildinni eða annars staðar. „Nei, ég er bara svona góður í þessu,“ sagði Hlífar sem verður ekkert stressaður þótt að húsið sé fullt af fólki. „Það er galinn stemning hér og Hlífar þú sannarlega keyrir hana í gang. Eftir að leikurinn var búinn þá hljóp ég til að fá mynd af mér með þér. Þú stóðst þig stórkostlega eins og þú ert búinn að gera í allan vetur,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Það má sjá sjá allt viðtalið við strákinn sem og brot úr kynningunni hans í myndbandinu hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þruman skellti í lás og tók forystuna Körfubolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira
Tindastóls-stuðningsmaðurinn Hlífar Óli Dagsson sló í gegn hjá strákunum í Subway Körfuboltakvöldi í gær og var eftir leikinn ekki bara valinn stuðningsmaður leiksins heldur fékk líka að mæta til þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga í beinni. „Við erum komnir með Hlífar Óla Dagsson í settið sem hlóð í eina mögnuðustu kynningu sem við höfum heyrt eins og hann hefur gert alla úrslitakeppnina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þetta er alveg geggjað. Ég sá hann ekki áðan þegar hann var að kynna og ég hélt að þetta væri fertugur karlmaður. Svo kíkti ég og sá að þetta er strákur fæddur 2007. Þvílíkur meistari,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Kjartan Atli spilaði síðan brot úr kynningu Hlífars en hann verður ekki fimmtán ára fyrr en í október. „Hérna heyrum við þetta Hlífar Óli. Undirbýrð þú þig mikið fyrir kynningarnar,“ spurði Kjartan Atli og strákurinn var fljótur að svara. „Neibb, ég geri þetta bara á staðnum. Ég finn þetta bara hjá mér og ég er bara fæddur performer,“ sagði Hlífar Óli. Klippa: Fimmtán ára strákur sér um kynningarnar í Síkinu Hann segist ekkert vera að pæla í því hvernig aðrir kynnar eru að kynna lið sín til leiks hvort sem það er í NBA-deildinni eða annars staðar. „Nei, ég er bara svona góður í þessu,“ sagði Hlífar sem verður ekkert stressaður þótt að húsið sé fullt af fólki. „Það er galinn stemning hér og Hlífar þú sannarlega keyrir hana í gang. Eftir að leikurinn var búinn þá hljóp ég til að fá mynd af mér með þér. Þú stóðst þig stórkostlega eins og þú ert búinn að gera í allan vetur,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Það má sjá sjá allt viðtalið við strákinn sem og brot úr kynningunni hans í myndbandinu hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þruman skellti í lás og tók forystuna Körfubolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira