Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2022 16:27 Það hefur nánast verið slegist um miðana 1.500 sem í boði eru á leik Vals og Tindastóls annað kvöld. vísir/bára Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. Bæði lið hafa beðið lengi eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta og á morgun mun biðinni ljúka hjá öðru þeirra. Stuðningsmenn úr röðum Skagfirðinga hafa á samfélagsmiðlum gagnrýnt fyrirkomulag miðasölunnar, sem er í höndum Vals enda um heimaleik liðsins að ræða, og kjaftasögur verið í gangi um að miðar sem seldir voru á Hlíðarenda í gær hafi verið teknir til baka þegar í ljós hafi komið að um stuðningsmenn Tindastóls væri að ræða. Valsmenn segja þetta einfaldlega dylgjur og rangfærslur. Um 1.500 manns geta mætt í Origo-höllina annað kvöld, nema að leyfi fáist á síðustu stundu fyrir því að fjölga sætum. Valur ákvað að 500 þessara miða færu til Tindastóls sem selur miða klukkan 17 á Sauðárkróki í dag en þar var löng röð þegar byrjuð að myndast tveimur tímum fyrr. #röðin á Króknum - miðasalan byrjar eftir tvo tíma pic.twitter.com/mwCvS6hHGy— Sæþór Már Hinriksson (@dosidans) May 17, 2022 Sögðust styðja Val til að fá miða Valsmenn settu hins vegar hina 1.000 miðana í sölu á Hlíðarenda í hádeginu í gær og þeir seldust strax upp. Valsmenn höfðu hugsað sér að þeir miðar yrðu fyrir stuðningsfólk Vals en í tilkynningu þeirra segir að tæplega 200 miðanna hafi engu að síður farið til stuðningsfólks Tindastóls sem hafi sagst styðja Val til að fá miða. Í tilkynningunni segir einnig að starfsfólk Vals, stjórnarfólk og jafnvel börn þess hafi orðið fyrir ónæði vegna tengsla sinna við félagið síðustu daga og á það bent að það sé algjörlega óásættanlegt. Ljóst er að þau sem ekki hafa hreppt miða á leikinn eru tilbúin að leggja ýmislegt á sig til að fá miða og auglýsingar á borð við þessa hér að neðan, frá markahæsta manni Bestu deildarinnar í fótbolta, eru ekki einsdæmi. Tek við tilboðum og gef miða á Blika leik í leiðinni — Ísak Snær Þorvaldson (@isaks10) May 17, 2022 Tilkynningu körfuknattleiksdeildar Vals má lesa hér að neðan. Að gefnu tilefni Á morgun fer fram fimmti og síðasti leikurinn í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Leikirnir til þessa hafa verið frábær skemmtun og góð auglýsing fyrir körfuboltann. Körfuknattleikdeild Vals þakkar öllum sem hafa mætt á leikina og stutt sín lið og öllum sjálfboðaliðum sömuleiðis. Við í KKD Vals viljum hins vegar bregðast við óvæginni og ósanngjarnri umræðu um framkvæmd miðasölu sem hefur verið byggð á dylgjum og rangfærslum. Starfsfólk, stjórnarfólk Vals og jafnvel börn þeirra hafa orðið fyrir ónæði vegna tengsla sinna við félagið síðustu daga. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Staðreyndir vegna miðasölu á þennan oddaleik: 1. Tindastóll fékk 500 miða til að selja. Þeir miðar eru seldir í Skagafirði kl. 17 í dag. 2. Í sérstakri Valssölu á Hlíðarenda í gær fékk stuðningsfólk Tindastóls 192 miða. Stuðingsfólk Tindastóls mætti í röðina og sagðist styðja Val til þess að komast yfir miða. Því hefur verið haldið fram að þessir miðar hafi verið endurgreiddir en það er ekki rétt. Miðunum var breytt í gestamiða. Tindastóll hefur því fengið 700 miða á þennan leik. 3. Lokuð miðasala á netinu fyrir ársmiðahafa og vildarvini Vals var einnig trufluð af stuðningsmönnum Tindastóls. Fólk sem fór inn á þá miðasölu og ekki er stuðningsfólk Vals fékk endurgreidda þá miða sem það komst yfir. Þetta eru staðreyndir málsins. Með körfuboltakveðjum og von um að fólk láti ekki kappið bera fegurðina ofurliði. KKD Vals Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Ferðasaga á Krókinn: Klikkað kvöld meðal kúreka og krókódíla í Síkinu „Má ég heyra?“ spyrja Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann í nýju stuðningsmannalagi Tindastóls. Og þeir heyrðu svo sannarlega í Skagafirðinum í fjórða leik Stólanna og Valsmanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í fyrrakvöld. Leikur sem líður þeim sem á horfðu seint úr minni, hvað þá þeim sem voru á staðnum. 17. maí 2022 09:00 Miðarnir á oddaleikinn ruku út Þegar er orðið uppselt á oddaleik Vals og Tindastóls í körfubolta karla sem fram fer í Origo-höllinni á Hlíðarenda á miðvikudagskvöld. 16. maí 2022 13:21 Miðasala hefst í hádegi og Króksarar fá þriðjung Ljóst er að mun færri komast að en vilja á síðasta leik körfuboltatímabilsins á Íslandi, oddaleik Vals og Tindastóls. Miðasala á leikinn hefst í hádeginu. 16. maí 2022 10:51 Aldrei áður verið fleiri framlengingar í einni úrslitakeppni Tindastóll tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn með dramatískum sigri á Val í troðfullu Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi. Úrslitin réðust í framlengingu eins og í fjórum öðrum leikjum í úrslitakeppni Subway-deildar karla í ár sem er met. 16. maí 2022 12:31 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Sjá meira
Bæði lið hafa beðið lengi eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta og á morgun mun biðinni ljúka hjá öðru þeirra. Stuðningsmenn úr röðum Skagfirðinga hafa á samfélagsmiðlum gagnrýnt fyrirkomulag miðasölunnar, sem er í höndum Vals enda um heimaleik liðsins að ræða, og kjaftasögur verið í gangi um að miðar sem seldir voru á Hlíðarenda í gær hafi verið teknir til baka þegar í ljós hafi komið að um stuðningsmenn Tindastóls væri að ræða. Valsmenn segja þetta einfaldlega dylgjur og rangfærslur. Um 1.500 manns geta mætt í Origo-höllina annað kvöld, nema að leyfi fáist á síðustu stundu fyrir því að fjölga sætum. Valur ákvað að 500 þessara miða færu til Tindastóls sem selur miða klukkan 17 á Sauðárkróki í dag en þar var löng röð þegar byrjuð að myndast tveimur tímum fyrr. #röðin á Króknum - miðasalan byrjar eftir tvo tíma pic.twitter.com/mwCvS6hHGy— Sæþór Már Hinriksson (@dosidans) May 17, 2022 Sögðust styðja Val til að fá miða Valsmenn settu hins vegar hina 1.000 miðana í sölu á Hlíðarenda í hádeginu í gær og þeir seldust strax upp. Valsmenn höfðu hugsað sér að þeir miðar yrðu fyrir stuðningsfólk Vals en í tilkynningu þeirra segir að tæplega 200 miðanna hafi engu að síður farið til stuðningsfólks Tindastóls sem hafi sagst styðja Val til að fá miða. Í tilkynningunni segir einnig að starfsfólk Vals, stjórnarfólk og jafnvel börn þess hafi orðið fyrir ónæði vegna tengsla sinna við félagið síðustu daga og á það bent að það sé algjörlega óásættanlegt. Ljóst er að þau sem ekki hafa hreppt miða á leikinn eru tilbúin að leggja ýmislegt á sig til að fá miða og auglýsingar á borð við þessa hér að neðan, frá markahæsta manni Bestu deildarinnar í fótbolta, eru ekki einsdæmi. Tek við tilboðum og gef miða á Blika leik í leiðinni — Ísak Snær Þorvaldson (@isaks10) May 17, 2022 Tilkynningu körfuknattleiksdeildar Vals má lesa hér að neðan. Að gefnu tilefni Á morgun fer fram fimmti og síðasti leikurinn í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Leikirnir til þessa hafa verið frábær skemmtun og góð auglýsing fyrir körfuboltann. Körfuknattleikdeild Vals þakkar öllum sem hafa mætt á leikina og stutt sín lið og öllum sjálfboðaliðum sömuleiðis. Við í KKD Vals viljum hins vegar bregðast við óvæginni og ósanngjarnri umræðu um framkvæmd miðasölu sem hefur verið byggð á dylgjum og rangfærslum. Starfsfólk, stjórnarfólk Vals og jafnvel börn þeirra hafa orðið fyrir ónæði vegna tengsla sinna við félagið síðustu daga. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Staðreyndir vegna miðasölu á þennan oddaleik: 1. Tindastóll fékk 500 miða til að selja. Þeir miðar eru seldir í Skagafirði kl. 17 í dag. 2. Í sérstakri Valssölu á Hlíðarenda í gær fékk stuðningsfólk Tindastóls 192 miða. Stuðingsfólk Tindastóls mætti í röðina og sagðist styðja Val til þess að komast yfir miða. Því hefur verið haldið fram að þessir miðar hafi verið endurgreiddir en það er ekki rétt. Miðunum var breytt í gestamiða. Tindastóll hefur því fengið 700 miða á þennan leik. 3. Lokuð miðasala á netinu fyrir ársmiðahafa og vildarvini Vals var einnig trufluð af stuðningsmönnum Tindastóls. Fólk sem fór inn á þá miðasölu og ekki er stuðningsfólk Vals fékk endurgreidda þá miða sem það komst yfir. Þetta eru staðreyndir málsins. Með körfuboltakveðjum og von um að fólk láti ekki kappið bera fegurðina ofurliði. KKD Vals
Að gefnu tilefni Á morgun fer fram fimmti og síðasti leikurinn í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Leikirnir til þessa hafa verið frábær skemmtun og góð auglýsing fyrir körfuboltann. Körfuknattleikdeild Vals þakkar öllum sem hafa mætt á leikina og stutt sín lið og öllum sjálfboðaliðum sömuleiðis. Við í KKD Vals viljum hins vegar bregðast við óvæginni og ósanngjarnri umræðu um framkvæmd miðasölu sem hefur verið byggð á dylgjum og rangfærslum. Starfsfólk, stjórnarfólk Vals og jafnvel börn þeirra hafa orðið fyrir ónæði vegna tengsla sinna við félagið síðustu daga. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Staðreyndir vegna miðasölu á þennan oddaleik: 1. Tindastóll fékk 500 miða til að selja. Þeir miðar eru seldir í Skagafirði kl. 17 í dag. 2. Í sérstakri Valssölu á Hlíðarenda í gær fékk stuðningsfólk Tindastóls 192 miða. Stuðingsfólk Tindastóls mætti í röðina og sagðist styðja Val til þess að komast yfir miða. Því hefur verið haldið fram að þessir miðar hafi verið endurgreiddir en það er ekki rétt. Miðunum var breytt í gestamiða. Tindastóll hefur því fengið 700 miða á þennan leik. 3. Lokuð miðasala á netinu fyrir ársmiðahafa og vildarvini Vals var einnig trufluð af stuðningsmönnum Tindastóls. Fólk sem fór inn á þá miðasölu og ekki er stuðningsfólk Vals fékk endurgreidda þá miða sem það komst yfir. Þetta eru staðreyndir málsins. Með körfuboltakveðjum og von um að fólk láti ekki kappið bera fegurðina ofurliði. KKD Vals
Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Ferðasaga á Krókinn: Klikkað kvöld meðal kúreka og krókódíla í Síkinu „Má ég heyra?“ spyrja Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann í nýju stuðningsmannalagi Tindastóls. Og þeir heyrðu svo sannarlega í Skagafirðinum í fjórða leik Stólanna og Valsmanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í fyrrakvöld. Leikur sem líður þeim sem á horfðu seint úr minni, hvað þá þeim sem voru á staðnum. 17. maí 2022 09:00 Miðarnir á oddaleikinn ruku út Þegar er orðið uppselt á oddaleik Vals og Tindastóls í körfubolta karla sem fram fer í Origo-höllinni á Hlíðarenda á miðvikudagskvöld. 16. maí 2022 13:21 Miðasala hefst í hádegi og Króksarar fá þriðjung Ljóst er að mun færri komast að en vilja á síðasta leik körfuboltatímabilsins á Íslandi, oddaleik Vals og Tindastóls. Miðasala á leikinn hefst í hádeginu. 16. maí 2022 10:51 Aldrei áður verið fleiri framlengingar í einni úrslitakeppni Tindastóll tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn með dramatískum sigri á Val í troðfullu Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi. Úrslitin réðust í framlengingu eins og í fjórum öðrum leikjum í úrslitakeppni Subway-deildar karla í ár sem er met. 16. maí 2022 12:31 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Sjá meira
Ferðasaga á Krókinn: Klikkað kvöld meðal kúreka og krókódíla í Síkinu „Má ég heyra?“ spyrja Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann í nýju stuðningsmannalagi Tindastóls. Og þeir heyrðu svo sannarlega í Skagafirðinum í fjórða leik Stólanna og Valsmanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í fyrrakvöld. Leikur sem líður þeim sem á horfðu seint úr minni, hvað þá þeim sem voru á staðnum. 17. maí 2022 09:00
Miðarnir á oddaleikinn ruku út Þegar er orðið uppselt á oddaleik Vals og Tindastóls í körfubolta karla sem fram fer í Origo-höllinni á Hlíðarenda á miðvikudagskvöld. 16. maí 2022 13:21
Miðasala hefst í hádegi og Króksarar fá þriðjung Ljóst er að mun færri komast að en vilja á síðasta leik körfuboltatímabilsins á Íslandi, oddaleik Vals og Tindastóls. Miðasala á leikinn hefst í hádeginu. 16. maí 2022 10:51
Aldrei áður verið fleiri framlengingar í einni úrslitakeppni Tindastóll tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn með dramatískum sigri á Val í troðfullu Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi. Úrslitin réðust í framlengingu eins og í fjórum öðrum leikjum í úrslitakeppni Subway-deildar karla í ár sem er met. 16. maí 2022 12:31