Körfubolti

Miðarnir á oddaleikinn ruku út

Sindri Sverrisson skrifar
Ljóst er að færri komast að en vilja að sjá Íslandsmeistarabikarinn fara á loft á miðvikudag.
Ljóst er að færri komast að en vilja að sjá Íslandsmeistarabikarinn fara á loft á miðvikudag. vísir/bára

Þegar er orðið uppselt á oddaleik Vals og Tindastóls í körfubolta karla sem fram fer í Origo-höllinni á Hlíðarenda á miðvikudagskvöld.

Valsarar hófu miðasölu á Hlíðarenda klukkan 12 og klukkutíma síðar voru miðarnir 1.000 sem þar voru í boði seldir. Þetta kom fram á Facebook-síðu Vals. Miðaverðið var 2.500 krónur en frítt fyrir yngri iðkendur Vals.

Gestirnir fá Sauðárkróki fengu 500 miða sem þeir munu sjá um söluna á. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, sagði við Vísi fyrr í dag að ákvörðun yrði tekin í kvöld um það hvernig sölunni á þeim miðum yrði háttað.

Dramatíkin hefur verið alls ráðandi í úrslitaeinvíginu til þessa en eftir framlengdan spennutrylli á Sauðárkróki í gærkvöld, þar sem Tindastóll hafði betur, er ljóst að Íslandsmeistarabikarinn fer á loft á Hlíðarenda á miðvikudaginn.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.