Fleiri fréttir

Haukar áfram í riðlakeppni EuroCup

Haukakonur eru komnar í riðlakeppni EuroCup í körfubolta þrátt fyrir tveggja stiga tap gegn portúgalska liðinu Unaio Sportiva í kvöld, 81-79. Haukar unnu fyrri leikinn með fimm stigum á heimavelli og fara því áfram á samanlögðum árangri.

Sóllilja og félagar úr leik í Evrópubikarnum

Sóllilja Bjarndóttir og liðsfélagar hennar í sænska liðinu A3 Basket Umeå töpuðu í dag  gegn ungverska liðinu FCSM Csata í undankeppni Evrópubikarkeppni kvenna í körfubolta, 81-79. Csata vann fyrri leik liðanna með 15 stiga mun og Sóllilja og Umeå sitja því eftir með sárt ennið.

Óbólusettur Irving gæti misst af öllum heimaleikjum Brooklyn Nets

Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, hættir á að missa af heimaleikjum liðsins í vetur þar sem hann er óbólusettur. New York er ein þeirra borga í Bandaríkjunum þar sem leikmenn í innanhús íþróttum þurfa að vera bólusettir til að mega spila.

Álftanes og Sindri með örugga sigra

Tveir leikir fóru fram í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Álftanes vann sannfærandi sigur gegn Skallagrím 101-67 og Sindri lagði Fjölni 93-75.

Fyrsta tap Tryggva og félaga

Tryggvi Hlinason og félagar hans í Zaragoza töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Liðið mætti stigalausu liði San Pablo Burgos og þurfti að sætta sig við 21 stigs tap, 75-54.

Martin og fé­lagar komnir á blað

Valencia vann sinn fyrsta sigur í ACB-deildinni í körfubolta á tímabilinu í deildinni. Unnu Martin Hermannsson og félagar 20 stiga útisigur á Manresa, 89-69.

Bjarni: Stoltur af fyrsta sigri Hauka í Evrópukeppni

Haukakonur unnu sinni fyrsta sigur í Evrópukeppni. Haukar unnu Sportiva frá Portúgal 81-76. Leikurinn var jafn og spennandi alveg fram að síðustu mínútu. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar kátur í leiks lok. 

Tryggvi og félagar með fullt hús eftir tvo leiki

Tryggvi Hlinason og félagar hans í Casademont Zaragoza unnu í dag öruggan  stiga sigur gegn Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Lokatölur 76-100, en þetta var annar sigur Zaragoza í jafn mörgum leikjum í upphafi tímabils.

Martin átti fínan leik í naumu tapi

Martin Hermannsson spilaði nauman hálftíma í fimm stiga tapi Valencia gegn Baskonia í ACB-deildinni, spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, í kvöld. Lokatölur 72-67 Baskonia í vil.

Held að við séum miklu betri en Fjölnir

„Mér líður ótrúlega vel með þetta, þetta er ótrúlega gaman að vera bikarmeistari. Það er svolítið skrítið að vera bikarmeistari í september en samt alveg jafn geggjað,“ sagði Tinna Guðrún Alexandersdóttir, leikmaður bikarmeistara Hauka eftir sigur liðsins á Fjölni í dag.

Helena birti svívirðileg skilaboð

Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir birti afar ógeðfelld skilaboð sem tveimur leikmönnum Vals bárust eftir leikinn gegn Haukum í VÍS bikarnum í gær.

Stjarnan í undanúrslit

Stjarnan er komin í undanúrslit í VÍS-bikar karla í körfubolta fyrst allra liða eftir sigur á Grindavík í kvöld. Lokatölur í Garðabænum 92-81.

Callum Lawson í Val

Callum Lawson, sem lék lykilhlutverk í íslandsmeistaraliði Þórs frá Þorlákshöfn í vor er genginn til liðs við Val í sömu deild. Þetta kemur fram á facebook síðu körfuknattleiksdeildar Vals.

Lakers sækir enn einn elli­smellinn

Hinn 33 ára gamli DeAndre Jordan hefur samið við Los Angeles Lakers og mun leika með liðinu í NBA-deildinni í körfubolta í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.