„Það er skrítið að vera í gulu og bláu“ Atli Arason skrifar 15. september 2021 20:30 Dagný í baráttu við De Silva í leiknum. Vísir/Vilhelm Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var afar ánægð með að vera komin í úrslitaleik bikarkeppninnar í ár eftir 65-60 sigur á Njarðvík í kvöld. „Tilfinningin er mjög góð. Þetta var kannski aðeins meira spennandi en við vorum að vonast til. Þetta var mjög skemmtilegur leikur og mjög góður undirbúningur fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn,“ sagði Dagný í viðtali eftir leik. Dagný telur að Fjölnir eigi mun meira inni miðað við hvað liðið sýndi í þessum leik. „Okkur hefur gengið vel á æfingum og svona. Það eru mikið af hlutum sem við erum að framkvæma á æfingum sem við eigum eftir að fínstilla í leikjum. Það er auðvitað bara eitthvað sem kemur með fleiri leikjum sem við spilum. Ég held að við eigum helling inni og vonandi getum við sýnt það á laugardaginn.“ Dagný var að spila sinn annan leik fyrir Fjölni en hún skipti um félag fyrir þetta keppnistímabil frá uppeldisfélagi sínu Hamri í Hveragerði. Fyrstu dagarnir hennar í Grafarvoginum hafa verið góðir að eigin sögn. „Æðislegt. Það var ótrúlega vel tekið á móti mér, stelpurnar eru frábærar. Stjórnin, þjálfararnir og aðstæðurnar, mér finnst þetta allt geggjað. Það er skrítið að vera í gulu og bláu og allt í einu mætt í bæinn einhvern veginn en þetta er ótrúlega gaman. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ segir Dagný með bros út að eyum. Ásamt því að hafa leikið vel fyrir Hamar á síðasta tímabili þá hefur Dagný eytt talsverðum tíma í Bandaríkjunum í háskólaboltanum þar við góðan orðstír. Sagan segir að mörg félög hafi leitast eftir kröftum Dagnýjar í sumar, Dagný var spurð að því afhverju hún valdi Fjölni. „Það eru margir hlutir sem spila inn í en að mörgu leyti var lokaniðurstaðan bæði þjálfarinn og stelpurnar og svo framtíðarsýn félagsins,“ svaraði Dagný. Varðandi markmið Fjölnis á komandi leiktímabili voru svör Dagnýjar einföld. „Bikar á laugardaginn og svo alla leið í deildinni,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að lokum. Fjölnir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var kannski aðeins meira spennandi en við vorum að vonast til. Þetta var mjög skemmtilegur leikur og mjög góður undirbúningur fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn,“ sagði Dagný í viðtali eftir leik. Dagný telur að Fjölnir eigi mun meira inni miðað við hvað liðið sýndi í þessum leik. „Okkur hefur gengið vel á æfingum og svona. Það eru mikið af hlutum sem við erum að framkvæma á æfingum sem við eigum eftir að fínstilla í leikjum. Það er auðvitað bara eitthvað sem kemur með fleiri leikjum sem við spilum. Ég held að við eigum helling inni og vonandi getum við sýnt það á laugardaginn.“ Dagný var að spila sinn annan leik fyrir Fjölni en hún skipti um félag fyrir þetta keppnistímabil frá uppeldisfélagi sínu Hamri í Hveragerði. Fyrstu dagarnir hennar í Grafarvoginum hafa verið góðir að eigin sögn. „Æðislegt. Það var ótrúlega vel tekið á móti mér, stelpurnar eru frábærar. Stjórnin, þjálfararnir og aðstæðurnar, mér finnst þetta allt geggjað. Það er skrítið að vera í gulu og bláu og allt í einu mætt í bæinn einhvern veginn en þetta er ótrúlega gaman. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ segir Dagný með bros út að eyum. Ásamt því að hafa leikið vel fyrir Hamar á síðasta tímabili þá hefur Dagný eytt talsverðum tíma í Bandaríkjunum í háskólaboltanum þar við góðan orðstír. Sagan segir að mörg félög hafi leitast eftir kröftum Dagnýjar í sumar, Dagný var spurð að því afhverju hún valdi Fjölni. „Það eru margir hlutir sem spila inn í en að mörgu leyti var lokaniðurstaðan bæði þjálfarinn og stelpurnar og svo framtíðarsýn félagsins,“ svaraði Dagný. Varðandi markmið Fjölnis á komandi leiktímabili voru svör Dagnýjar einföld. „Bikar á laugardaginn og svo alla leið í deildinni,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að lokum.
Fjölnir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins