Körfubolti

Arnar Guðjónsson: Það verður að reyna að vinna Njarðvík núna þegar Haukur er ekki með

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með sína menn í leikslok.
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með sína menn í leikslok. Vísir/Bára Dröfn

Stjarnan lagði Tindastól að velli í undanúrslitum VÍS bikarsins fyrr í kvöld í Garðabænum í hörkuleik sem sveiflaðist til of grá köflum. Leikar enduðu 86-81 og var Arnar Guðjónsson ánægður með að hans menn hafi hætt að senda boltann í hendurnar á Tindastól í seinni hálfleik.

 „Við hættum að senda boltann í hendurnar á Tindastól. Það hjálpaði okkur helling að hætta því. Þeir komu bara út í leikinn ógeðslega fastir varnarlega og sjokkeruðu okku. Við vorum bara ekki klárir það.“ 

Arnar var þá spurður að því hvort að það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af fyrir næsta leik. 

„Það er allavega mjög gott að spila á móti svona líkamlega sterku varnarliði.“ 

Arnar spurði þá hver hefði unnið hinn leikinn í undanúrslitum og var á því að nú væri góður tímapunktur að spila við Njarðvíkinga þegar Hauk Helga Pálsson vantar. 

„Það verður að reyna að vinna þá núna þegar Haukur er ekki með. Það verður nógu erfitt þegar hann mætir á svæðið. Þegar Haukur verður klár verða þeir besta liðið á landinu, þeir verða með besta leikmanninn á landinu þó ég sé ekki búinn að sjá alla erlendu leikmennina þeirra. Þannig að við verðum að reyna að vinna þá núna það er alveg á hreinu.“

Stjörnumenn eru ríkjandi bikarmeistarar og hafa því titil að verja og Arnar var spurður að því hvort það skipti einhverju máli upp á laugardaginn. 

„Nei, ég held að það séu fjórir eða fimm sem unnu seinast þannig að það skiptir engu máli.“ 

Að lokum var Arnar spurður að því hvað hans menn hefðu grætt á leiknum í kvöld svona með það fyrir augum að um leið er þetta undirbúningstímabilið sem er í gangi. 

„Það sem við fengum var áskorunin að spila á móti svona líkamlega sterkum leikmönnum og góðu varnarliði. Þetta er langbesta varnarliðið. Við erum búnir að spila við KR og Grindavík og þeir voru ekki á þessum stað eins og Stólarnir þegar við spiluðum við þá. Stólarnir komu upp um ansi marga veikleika í sóknarleiknum hjá okkur sem við þó náðum að laga aðeins í seinni hálfleik en þurfum að vera klárari en þetta.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.