Körfubolti

Martin átti fínan leik í naumu tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin átti fínan leik í kvöld.
Martin átti fínan leik í kvöld. Ivan Terron/Getty Images

Martin Hermannsson spilaði nauman hálftíma í fimm stiga tapi Valencia gegn Baskonia í ACB-deildinni, spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, í kvöld. Lokatölur 72-67 Baskonia í vil.

Fyrsti leikhluti var mjög jafn enda staðan 19-19 að honum loknum. Það gekk lítið sem ekkert upp sóknarlega hjá Valencia í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins 11 stig, staðan 36-30 í hálfleik.

Valencia fór frábærlega af stað í 3. leikhluta og skoraði 24 stig gegn aðeins tólf. Hins vegar fór allt í baklás í síðasta fjórðung. Baskonia gekk á lagið og vann á endanum leikinn með fimm stiga mun, 72-67.

Martin spilaði rúmlega 29 mínútur og skoraði sex stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.