Fær 4,3 milljarða í laun fyrir tímabilið en neitar að mæta í vinnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 15:31 Joel Embiid og Ben Simmons eru stærstu stjörnur Philadelphia 76ers liðsins. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að stórstjarnan Ben Simmons sé búinn að ákveða það að spila ekki fleiri leiki með liði Philadelphia 76ers í NBA-deildinni. Simmons var mjög ósáttur með hvernig hlutirnir spiluðust á síðasta tímabili en mikið hefur verið sagt og skrifað um skelfilega skotnýtingu kappans sem er annars góður sendingamaður, öflugur frákastari og frábær varnarmaður. Hann er 211 sentimetra leikstjórnandi sem var með 14,3 stig, 7,2 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali á sínu fjórða tímabili en allar þessar tölur lækkuðu frá tímabilinu á undan þegar kappinn var með 16,4 stig, 7,8 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. ESPN story on the looming showdown between Ben Simmons and the 76ers: https://t.co/aM7puT82tS— Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 21, 2021 Simmons hefur nú, samkvæmt heimildum ESPN, lýst því yfir við forráðamenn Philadelphia 76ers að hann muni ekki klæðast NBA treyju aftur fyrr en hann sé kominn í annað lið. Simmons á hins vegar eftir fjögur ár af samningi sínum við félagið sem ætlar að borga honum 147 milljónir Bandaríkjadala fyrir þessi fjögur tímabil eða yfir nítján milljarða króna. Bara fyrir komandi 2021-22 tímabil á Ben Simmons að fá 33 milljónir dala eða 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Félagið vill halda þessum öfluga leikmanni, sem er enn bara 25 ára gamall, og það væri líka erfitt að skipta honum nema að gefa afslátt á virði hans sem er ekki eftirsóknarvert fyrir 76ers. Simmons gaf félaginu aftur á móti þessa afarkosti í ágúst og hefur ekki verið í neinu sambandi við félagið síðan. This is utterly ridiculous on the part of Ben Simmons. Come on, Bro! pic.twitter.com/HXZOBaTarJ— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 21, 2021 Sixers getur auðvitað sektað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna eða hætt að borga honum. Hver leikur sem hann missir af mun síðan kosta hann meira en 227 þúsund dollara eða 29 og hálfa milljón í íslenskum krónum. Það er einkum slök frammistaða Simmons í undanúrslitum Austurdeildarinnar sem fór fyrir brjóstið á mönnum en þar var hann aðeins með 9,9 stig í leik, 33 prósent vítanýtingu og skaut ekki einu þriggja stiga skoti sem bakvörður. Simmons var mjög ósáttur með að hafa verið gerður að blóraböggli eftir að liðið datt óvænt út á móti Atlanta Hawks en samband hans og yfirmanna félagsins hefur annars ekki verið á góðri leið í nokkur ár. NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Simmons var mjög ósáttur með hvernig hlutirnir spiluðust á síðasta tímabili en mikið hefur verið sagt og skrifað um skelfilega skotnýtingu kappans sem er annars góður sendingamaður, öflugur frákastari og frábær varnarmaður. Hann er 211 sentimetra leikstjórnandi sem var með 14,3 stig, 7,2 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali á sínu fjórða tímabili en allar þessar tölur lækkuðu frá tímabilinu á undan þegar kappinn var með 16,4 stig, 7,8 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. ESPN story on the looming showdown between Ben Simmons and the 76ers: https://t.co/aM7puT82tS— Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 21, 2021 Simmons hefur nú, samkvæmt heimildum ESPN, lýst því yfir við forráðamenn Philadelphia 76ers að hann muni ekki klæðast NBA treyju aftur fyrr en hann sé kominn í annað lið. Simmons á hins vegar eftir fjögur ár af samningi sínum við félagið sem ætlar að borga honum 147 milljónir Bandaríkjadala fyrir þessi fjögur tímabil eða yfir nítján milljarða króna. Bara fyrir komandi 2021-22 tímabil á Ben Simmons að fá 33 milljónir dala eða 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Félagið vill halda þessum öfluga leikmanni, sem er enn bara 25 ára gamall, og það væri líka erfitt að skipta honum nema að gefa afslátt á virði hans sem er ekki eftirsóknarvert fyrir 76ers. Simmons gaf félaginu aftur á móti þessa afarkosti í ágúst og hefur ekki verið í neinu sambandi við félagið síðan. This is utterly ridiculous on the part of Ben Simmons. Come on, Bro! pic.twitter.com/HXZOBaTarJ— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 21, 2021 Sixers getur auðvitað sektað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna eða hætt að borga honum. Hver leikur sem hann missir af mun síðan kosta hann meira en 227 þúsund dollara eða 29 og hálfa milljón í íslenskum krónum. Það er einkum slök frammistaða Simmons í undanúrslitum Austurdeildarinnar sem fór fyrir brjóstið á mönnum en þar var hann aðeins með 9,9 stig í leik, 33 prósent vítanýtingu og skaut ekki einu þriggja stiga skoti sem bakvörður. Simmons var mjög ósáttur með að hafa verið gerður að blóraböggli eftir að liðið datt óvænt út á móti Atlanta Hawks en samband hans og yfirmanna félagsins hefur annars ekki verið á góðri leið í nokkur ár.
NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira