Körfubolti

Álftanes og Sindri með örugga sigra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Friðrik Anton Jónsson var stigahæstur í liði Álftaness.
Friðrik Anton Jónsson var stigahæstur í liði Álftaness. Mynd/Álftanes Körfubolti

Tveir leikir fóru fram í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Álftanes vann sannfærandi sigur gegn Skallagrím 101-67 og Sindri lagði Fjölni 93-75.

Álftanes tók forystuna snemma leiks þegar að Skallagrímur mætti í heimsókn og lét hana aldrei af hendi. Friðrik Anton Jónsson átti flottan leik fyrir Álftanes, en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Í liði Skallagríms var það Elijah Bailey sem var atkvæðamestur með 22 stig.

Fjölnismenn byrjuðu vel þegar að liðið heimsótti Sindra og var 12 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Heimamenn snéru taflinu þó við í öðrum leikhluta og fóru inn í hálfleikinn með eins stigs forskot.

Sindri var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann að lokum góðan 18 stiga sigur, 93-75. Detrek Marqual Browning var stigahæstur í liði Sindra með 21 stig.

Dwayne Ross Foreman Jr. dró vagninn fyrir Fjölni, en hann skoraði 32 stig og tók 13 fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.