Haukar unnu níu stiga sigur, 59-68, og tryggðu sér þar með sæti í bikarúrslitum þar sem þeir mæta Fjölni. Helena gekk í raðir Hauka frá Val í sumar og mætti því sínum gömlu samherjum í gær.
Eftir leikinn birti Helena skilaboð sem tveimur leikmönnum Vals bárust eftir leikinn á Twitter og voru þau miður falleg eins og sjá má hér fyrir neðan. Viðkomandi virtist ekki vera sáttur með tap Valsliðsins og tölfræði leikmanna þess.
„Eðlilegt að koma heim eftir leik og fá svona skilaboð….. er ekki í lagi?! Enginn að segja mér að það séu það miklir peningar í að betta á kvk körfu á Íslandi að réttlæta svona hegðun,“ skrifaði Helena við skjáskot af skilaboðunum.
Eðlilegt að koma heim eftir leik og fá svona skilaboð .. er ekki í lagi?! Enginn að segja mér að það séu það miklir peningar í að betta á kvk körfu á Íslandi að réttlæta svona hegðun #körfubolti pic.twitter.com/H9YalewlJw
— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) September 15, 2021
Helena skoraði sextán stig í leiknum gegn Val í gær, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hún var stiga- og framlagshæst í liði Hauka.
Bikarúrslitaleikur Hauka og Fjölnis fer fram í Smáranum í Kópavogi á Laugardaginn.