Njarðvíkingar ætla að skipta Ljónagryfjunni út fyrir Stapaskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 13:30 Nú er bara spurningin hvort Logi Gunnarsson klára ferilinn í Ljónagryfjunni eða hvort hann spili svo lengi að hann klárist í Stapaskóla. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík er búin að finna leið til að búa til pláss fyrir fleiri áhorfendur á heimaleikjum liðsins í körfunni en það verður þó ekki gert með því að stækka Ljónagryfjuna. Reykjanesbær hefur undirritað samning við Íslenskra aðalverktaka hf og VSB Verkfræðistofu ehf. vegna annars áfanga við Stapaskóla en íþróttahús skólans verður næsti nýr heimavöllur Njarðvíkinga í körfunni. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum og eru líklegir til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. Það yrði þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins frá 2006 en jafnframt gæti það orðið sá síðasti sem vinnst í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar hafa unnið alla þrettán Íslandsmeistaratitla sína í Ljónagryfjunni síðan sá fyrsti kom í hús árið 1981. Njarðvíkingar hafa reyndar líka gert tilkall til fjögurra Íslandsmeistaratitla sem Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar vann á sjötta áratugnum en ÍKF sameinaðist Ungmennafélagi Njarðvíkur árið 1969. Víkurfréttir segja frá því að fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku við Stapaskóla, ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum, muni rísa við nýjan Stapaskóla á næstu fimmtán mánuðum. Í umfjöllun blaðsins má sjá myndir af framtíðarútliti íþróttahússins. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun þar með fá nýjan heimavöll í íþróttamannvirkinu við Stapaskóla sem menn kalla í dag Stapahöllina. Þar verður löglegur keppnisvöllur með áhorfendastæðum fyrir um ellefu hundruð manns. Til samanburðar geta innan við fimm hundruð manns rúmast í áhorfendastæðum Ljónagryfjunnar með góðu móti. Það er oft mjög þröngt um áhorfendur í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar geta því tekið sex hundruð fleiri áhorfendur á heimaleiki sína í framtíðinni. Íslenskir aðalverktakar hf. buðu lægst í framkvæmdina og unnu útboðið en VSB Verkfræðistofa ehf. mun síðan hafa eftirlit með framkvæmdum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira
Reykjanesbær hefur undirritað samning við Íslenskra aðalverktaka hf og VSB Verkfræðistofu ehf. vegna annars áfanga við Stapaskóla en íþróttahús skólans verður næsti nýr heimavöllur Njarðvíkinga í körfunni. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum og eru líklegir til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. Það yrði þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins frá 2006 en jafnframt gæti það orðið sá síðasti sem vinnst í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar hafa unnið alla þrettán Íslandsmeistaratitla sína í Ljónagryfjunni síðan sá fyrsti kom í hús árið 1981. Njarðvíkingar hafa reyndar líka gert tilkall til fjögurra Íslandsmeistaratitla sem Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar vann á sjötta áratugnum en ÍKF sameinaðist Ungmennafélagi Njarðvíkur árið 1969. Víkurfréttir segja frá því að fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku við Stapaskóla, ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum, muni rísa við nýjan Stapaskóla á næstu fimmtán mánuðum. Í umfjöllun blaðsins má sjá myndir af framtíðarútliti íþróttahússins. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun þar með fá nýjan heimavöll í íþróttamannvirkinu við Stapaskóla sem menn kalla í dag Stapahöllina. Þar verður löglegur keppnisvöllur með áhorfendastæðum fyrir um ellefu hundruð manns. Til samanburðar geta innan við fimm hundruð manns rúmast í áhorfendastæðum Ljónagryfjunnar með góðu móti. Það er oft mjög þröngt um áhorfendur í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar geta því tekið sex hundruð fleiri áhorfendur á heimaleiki sína í framtíðinni. Íslenskir aðalverktakar hf. buðu lægst í framkvæmdina og unnu útboðið en VSB Verkfræðistofa ehf. mun síðan hafa eftirlit með framkvæmdum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira