Segir ekkert pláss fyrir óbólusetta leikmenn í NBA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 18:00 Kareem Abdul-Jabbar er goðsögn í lifandi lífi. Sylvain Gaboury/Getty Images Goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar segir að NBA-deildin í körfubolta eigi að setja skýr fyrirmæli varðandi bólusetningar leikmanna og starfmanna félaga deildarinnar. Kareem var í viðtali hjá hinu virta tímariti Rolling Stone þar sem hann sagði skoðun sína á bólusetningum. Hann er mjög hlynntur þeim og telur þær grundvöll þess að NBA-deildin geti farið fram á sem eðlilegastan hátt. Um 90 prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets, er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Hann mætti ekki á svokallaðan „Fjölmiðladag“ hjá Nets í gær. Þá vildi hann lítið tjá sig um málið en ef hann neitar að láta bólusetja sig er ljóst að hann má ekki spila nema helming leikja Nets í vetur eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. „NBA-deildin ætti að krefjast þess að allir leikmenn og starfslið allra félaga deildarinnar séu bólusett ellegar verði þau ekki lengur hluti af félaginu.“ „Það er ekkert pláss fyrir leikmenn sem eru tilbúnir að leggja heilsu og líf liðsfélaga sinna, stuðningsfólks og starfsliðs félagsins að veði því þeir neita að átta sig á alvarleika málsins eða rannsaka það nægilega vel,“ sagði Jabbar í viðtalinu við Rolling Stone. Kareem speaks out(via @sullduggery) pic.twitter.com/KBWWXtGdhT— Bleacher Report (@BleacherReport) September 26, 2021 „Fyrir mér eru þeir ekki að haga sér eins og góðir liðsfélagar eða góðir borgarar. Þetta er stríð sem við erum öll saman í. Grímur og bóluefni eru þau vopn sem við getum öll gripið til,“ bætti Jabbar við. Hinn 74 ára gamli Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tvo áratugi, frá 1969 til 1989. Varð hann sex sinnum NBA-meistari, tvívegis valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins, sex sinnum var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar ásamt fjölda annarra verðlauna. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Kareem var í viðtali hjá hinu virta tímariti Rolling Stone þar sem hann sagði skoðun sína á bólusetningum. Hann er mjög hlynntur þeim og telur þær grundvöll þess að NBA-deildin geti farið fram á sem eðlilegastan hátt. Um 90 prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets, er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Hann mætti ekki á svokallaðan „Fjölmiðladag“ hjá Nets í gær. Þá vildi hann lítið tjá sig um málið en ef hann neitar að láta bólusetja sig er ljóst að hann má ekki spila nema helming leikja Nets í vetur eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. „NBA-deildin ætti að krefjast þess að allir leikmenn og starfslið allra félaga deildarinnar séu bólusett ellegar verði þau ekki lengur hluti af félaginu.“ „Það er ekkert pláss fyrir leikmenn sem eru tilbúnir að leggja heilsu og líf liðsfélaga sinna, stuðningsfólks og starfsliðs félagsins að veði því þeir neita að átta sig á alvarleika málsins eða rannsaka það nægilega vel,“ sagði Jabbar í viðtalinu við Rolling Stone. Kareem speaks out(via @sullduggery) pic.twitter.com/KBWWXtGdhT— Bleacher Report (@BleacherReport) September 26, 2021 „Fyrir mér eru þeir ekki að haga sér eins og góðir liðsfélagar eða góðir borgarar. Þetta er stríð sem við erum öll saman í. Grímur og bóluefni eru þau vopn sem við getum öll gripið til,“ bætti Jabbar við. Hinn 74 ára gamli Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tvo áratugi, frá 1969 til 1989. Varð hann sex sinnum NBA-meistari, tvívegis valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins, sex sinnum var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar ásamt fjölda annarra verðlauna. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira