Leikurinn var mjög jafn framan af en Antwerp var tveimur stigum yfir í hálfleik, staðan þá 38-36. Elvar Már og félagar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og lögðu í raun grunn að sigri sínum þar.
Gameday vs @LimUtd pic.twitter.com/SMQX8lTM7Z
— TELENET GIANTS (@antwerpgiants) September 24, 2021
Lokatölur 81-72 Antwerp Giants í vil sem þýðir að Elvar Már og félagar byrja tímabilið á sigri.
Njarðvíkingurinn skoraði níu stig, gaf sex stoðsendingar og tók fjögur fráköst.