Körfubolti

Elvar Már öflugur er Antwerp Giants byrja á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Már Friðriksson byrjar vel í Belgíu.
Elvar Már Friðriksson byrjar vel í Belgíu. Vísir/Bára Dröfn

Antwerp Giants vann níu stiga sigur á Limburg í belgísku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, lokatölur 81-72. Elvar Már Friðriksson átti flottan leik í liði Antwerp.

Leikurinn var mjög jafn framan af en Antwerp var tveimur stigum yfir í hálfleik, staðan þá 38-36. Elvar Már og félagar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og lögðu í raun grunn að sigri sínum þar.

Lokatölur 81-72 Antwerp Giants í vil sem þýðir að Elvar Már og félagar byrja tímabilið á sigri. 

Njarðvíkingurinn skoraði níu stig, gaf sex stoðsendingar og tók fjögur fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.