Körfubolti

Stjarnan í undanúrslit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stjarnan hafði betur gegn Grindavík í kvöld.
Stjarnan hafði betur gegn Grindavík í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Stjarnan er komin í undanúrslit í VÍS-bikar karla í körfubolta fyrst allra liða eftir sigur á Grindavík í kvöld. Lokatölur í Garðabænum 92-81.

Áður en deildarkeppnin fer af stað er verið að klára VÍS-bikarinn frá því á síðustu leiktíð en honum var frestað vegna kórónufaraldursins. Leikið er þétt þessa dagana og fara 8-liða úrslit fram í dag.

Frábær annar leikhluti hjá gestunum sá til þess að þeir leiddu með 12 stigum í hálfleik, staðan þá 37-49. Heimamenn vöknuðu til lífsins í þriðja leikhluta þar sem Grindavík skoraði aðeins 12 stig. Fór það svo að Stjarnan vann með níu stiga mun, 92-81.

Hilmar Smári Henningsson fór mikinn í liði Stjörnunnar. Hann skoraði 21 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Hjá Grindavík var Malik Ammon Benlevi stigahæstur með 18 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.