„Þá segir bara FIBA að þessi landsleikur verður ekki á Íslandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 12:01 Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson í leik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni. Vísir/Daníel Þór Íslenska körfuboltalandsliðið þarf mögulega að spila heimaleiki sína í undankeppni HM erlendis af því að Ísland getur ekki boðið upp á hús sem stenst kröfur FIBA. Íslenska karlalandsliðið á að mæta Ítalíu, Rússlandi og Hollandi í nóvember, febrúar og júní á næsta ári. Laugardalshöllin er lokuð vegna viðgerða og leikir íslenska liðsins í nóvember eru í uppnámi af þeim sökum. Það er því líklegt að íslenska liðið þurfi að spila heimaleiki sína í Danmörku. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ræddi við Guðjón Guðnundsson um stöðuna sem er komin upp. „Já, já, það er bara nákvæmlega staðan. Það er það sem er inn í myndinni núna. Við erum búin að tala um þetta í nokkur ár að þetta gæti gerst,“ sagði Hannes. Hannes S. Jónsson í viðtalinu við Gaupa.Skjámynd/S2 Sport „Það eru meiri kröfur fyrir undankeppni HM heldur en undankeppni EM. Hugsanlega fáum við undanþágu fyrir stelpuleikina því þær eru að fara í undankeppni EM. Strákarnir eru að fara í undankeppni HM og þar eru ennþá meiri kröfur frá FIBA fyrir þau 32 lönd sem eru í þeirri undankeppni,“ sagði Hannes. „Okkar góði árangur og þessi árangur að vera á þessum stað hann gerir það að verkum að nú erum við komin á þann stað að FIBA er bara búið að fá nóg,“ sagði Hannes. „Laugardalshöllin er ekki í lagi og hún hefur ekki verið í lagi í hátt í ár. Hún virðist ekki vera í góðu standi fyrr en einhvern tímann eftir jól í fyrsta lagi. Þá er næsta skref að sækja um undanþágu og við erum á undanþágu með Laugardalshöllina. Núna erum við að sækja um undanþágu ofan á undanþágu og FIBA sagði bara stop,“ sagði Hannes. „Þannig er staðan. Til dæmis eru bara tvær körfur til á landinu sem eru löglegar og þær eru báðar staddar hér í Laugardalshöllinni. Bæði er mjög erfitt að nálgast þær eins og staðan er í dag vegna framkvæmdanna í Laugardalshöllinni. Einnig eru þær þannig gerðar að það er mjög erfitt að flytja þær,“ sagði Hannes. „Ef við náðum ekki á næstu tveimur vikum að koma þessum körfum á Ásvelli, í Smárann eða í þann stað sem við teljum getað farið í næst. Þá segir bara FIBA, þetta er bara búið og þessi landsleikur verður ekki á Íslandi,“ sagði Hannes. Það má finna allt spjall Gaupa við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Formaður KKÍ um stöðu heimaleikja karlalandsliðsins Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið á að mæta Ítalíu, Rússlandi og Hollandi í nóvember, febrúar og júní á næsta ári. Laugardalshöllin er lokuð vegna viðgerða og leikir íslenska liðsins í nóvember eru í uppnámi af þeim sökum. Það er því líklegt að íslenska liðið þurfi að spila heimaleiki sína í Danmörku. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ræddi við Guðjón Guðnundsson um stöðuna sem er komin upp. „Já, já, það er bara nákvæmlega staðan. Það er það sem er inn í myndinni núna. Við erum búin að tala um þetta í nokkur ár að þetta gæti gerst,“ sagði Hannes. Hannes S. Jónsson í viðtalinu við Gaupa.Skjámynd/S2 Sport „Það eru meiri kröfur fyrir undankeppni HM heldur en undankeppni EM. Hugsanlega fáum við undanþágu fyrir stelpuleikina því þær eru að fara í undankeppni EM. Strákarnir eru að fara í undankeppni HM og þar eru ennþá meiri kröfur frá FIBA fyrir þau 32 lönd sem eru í þeirri undankeppni,“ sagði Hannes. „Okkar góði árangur og þessi árangur að vera á þessum stað hann gerir það að verkum að nú erum við komin á þann stað að FIBA er bara búið að fá nóg,“ sagði Hannes. „Laugardalshöllin er ekki í lagi og hún hefur ekki verið í lagi í hátt í ár. Hún virðist ekki vera í góðu standi fyrr en einhvern tímann eftir jól í fyrsta lagi. Þá er næsta skref að sækja um undanþágu og við erum á undanþágu með Laugardalshöllina. Núna erum við að sækja um undanþágu ofan á undanþágu og FIBA sagði bara stop,“ sagði Hannes. „Þannig er staðan. Til dæmis eru bara tvær körfur til á landinu sem eru löglegar og þær eru báðar staddar hér í Laugardalshöllinni. Bæði er mjög erfitt að nálgast þær eins og staðan er í dag vegna framkvæmdanna í Laugardalshöllinni. Einnig eru þær þannig gerðar að það er mjög erfitt að flytja þær,“ sagði Hannes. „Ef við náðum ekki á næstu tveimur vikum að koma þessum körfum á Ásvelli, í Smárann eða í þann stað sem við teljum getað farið í næst. Þá segir bara FIBA, þetta er bara búið og þessi landsleikur verður ekki á Íslandi,“ sagði Hannes. Það má finna allt spjall Gaupa við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Formaður KKÍ um stöðu heimaleikja karlalandsliðsins
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira