Fleiri fréttir

Totten­ham neitar að selja Kane næsta sumar og gæti misst hann frítt

Þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar í sumar verður aðeins ár þangað til samningur framherjans Harry Kane við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur rennur út. Hann virðist ekki vera á leiðinni að skrifa undir nýjan samning en það breytir því ekki að Tottenham hefur engan áhuga á að selja sinn besta mann.

Totten­ham goð­­sagnir hafa eftir allt saman verið Man City að­dá­endur

Arsenal leiðir baráttuna um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla eins og staðan er í dag. Manchester City fylgir fast á hæla þeirra og virðast nokkrir af fyrrverandi leikmönnum Tottenham Hotspur, menn sem titla mætti goðsagnir, hafa því tekið upp á því að styðja þá bláklæddu frá Manchester. Og segjast jafnvel hafa gert það í fjölda mörg ár.

Garnacho frá næstu vikurnar

Ungstirnið Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, verður frá næstu vikurnar eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í markalausu jafntefli liðsins við Southampton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Brotist inn í hús Mohamed Salah

Mohamed Salah átti ekki góða helgi með Liverpool liðinu þar sem hann brenndi illilega af vítaspyrnu í tapleik á móti Bournemouth. Hún varð ekki betri eftir að hann fékk fréttir að heiman.

Almiron skaut Newcastle upp fyrir Liverpool

Newcastle United vann 2-1 sigur á Wolverhampton Wanderers í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og lyfti liðið sér þar með upp í 5.sæti deildarinnar.

Á­kvörðun Firmino kom Klopp á ó­vart

Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segir ákvörðun brasilíska framherjans Firmino að yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar hafa komið sér á óvart.

Conte svarar Richarli­s­on

Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, lét orð Richarlison sem vind um eyru þjóta er hann ræddi við blaðamenn fyrir leik helgarinnar.

Lineker út í kuldann vegna um­­­mæla á sam­­fé­lags­­miðlum

Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur, hefur undanfarið ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja. Hann mun ekki stýra þætti morgundagsins þar sem hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummæla á samfélagsmiðlum.

Rashford bestur og jafnaði met Salah

Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, jafnaði met Liverpool-mannsins Mohamed Salah þegar hann var valinn besti leikmaður febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Milner hlaut MBE-orðuna

James Milner leikmaður Liverpool var sæmdur MBE-orðu breska konungsveldisins í gær. Orðuna hlýtur hann fyrir störf sín sem knattspyrnumaður og fyrir góðgerðastarf.

Wild­er verður níundi þjálfari Wat­ford síðan haustið 2019

Það verður seint sagt að mikið starfsöryggi fylgi því að þjálfa enska knattspyrnufélagið Watford. Slaven Bilić hefur verið rekinn og mun Chris Wilder taka við þjálfun liðsins. Hann verður 9. þjálfari Watford síðan Javi Gracia var rekinn í september 2019.

Endurgreiða Liverpool-fólki hálfan milljarð

UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að endurgreiða öllu Liverpool-stuðningsfólki sem átti miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í París í fyrra.

Fær rúmlega tíu milljarða frá Puma

Jack Grealish, leikmaður Englandsmeistara Manchester City og enska landsliðsins, hefur skrifað undir fimm ára skósamning við Puma. Samningurinn gefur honum rúmlega tíu milljarða íslenskra króna í vasann.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.