Fleiri fréttir

Villas-Boas: Gríðarlega mikilvægur sigur

Það var þungu fargi létt af stjóra Chelsea, Andre Villas-Boas, eftir að Chelsea vann loksins leik. Úlfarnir voru auðveld bráð fyrir Chelsea í dag sem vann 3-0 sigur.

Pardew: Við vorum frábærir

"Það voru alvöru hetjur á vellinum í dag. Þetta var algerlega frábær frammistaða," sagði Alan Pardew, stjóri Newcastle, eftir að liðið hafði náð lygilegu jafntefli gegn Man. Utd á Old Trafford í dag.

Rooney: Hættulegt að afskrifa okkur

Wayne Rooney, framherji Man. Utd, hefur varað fólk við því að afskrifa Man. Utd í baráttunni um enska meistaratitilinn. Rooney segir að reynslan muni fleyta United langt í vetur.

Redknapp íhugaði aldrei að hætta

Harry Redknapp, stjóri Spurs, segir það aldrei hafa hvarflað að sér að hætta þó svo hann hafi þurft að taka sér frí vegna hjartavandamála. Redknapp þurfti að gangast undir hjartaaðgerð fyrir mánuði síðan.

Liverpool-menn hafa verið öflugir í stóru leikjunum

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er leikur Liverpool og toppliðs Manchester City á Anfield klukkan 16.00 á morgun. Manchester City hefur unnið sjö deildarleiki í röð og setur félagsmet með sigri en þeir þurfa að sækja sigur á völl þar sem þeir hafa ekki fagnað mörgum sigrum undanfarið.

Man. Utd varð af mikilvægum stigum - öll úrslit dagsins

Rangur vítaspyrnudómur kostaði Man. Utd tvö mikilvæg stig gegn Newcastle í dag. Þrátt fyrir dóminn ranga þá fékk United færin til þess að klára leikinn en leikmönnum liðsins voru mislagðir fætur fyrir framan markð.

Arsenal náði aðeins jafntefli gegn Fulham

Thomas Vermaelen, leikmaður Arsenal, var stjarna leiks Arsenal og Fulham en hann afrekaði að skora fyrir bæði liðin í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. Vermaelen sá því alfarið um markaskorunina.

Stoke komst upp í tíunda sæti

Blackburn Rovers var engin fyrirstaða fyrir Stoke City er liðin mættust á Britannia-vellinum í dag. Stoke vann öruggan sigur, 3-1.

Í beinni: Man. Utd - Newcastle

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Man. Utd og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Í beinni: Chelsea - Wolves

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Chelsea og Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Capello: Ég var nú bara að horfa á ballettinn í Moskvu

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga ýtti undir sögusagnir um framtíðarplön sín þegar sást til hans í Rússlandi í vikunni. Capello segir þó heimsóknina til Rússlands hafa ekkert með fótbolta að gera.

Ballack: Eldri leikmenn Chelsea þurfa að stíga upp

Michael Ballack, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi leikmaður Bayer Leverkusen, segir að eldri leikmenn Chelsea verði að stíga upp til þess að koma liðinu úr þeim ógöngum sem það er í þessa dagana.

Carlos Tevez: Ég yrði ánægður að komast til Ítalíu

Carlos Tevez er spenntur fyrir því að spila með ítalska liðinu AC Milan ef marka má nýjustu yfirlýsingu umboðsmanns hans Kia Joorabchian en sá umdeildi maður var í viðtali á heimasíðunni Football Italia í dag.

Villas-Boas: Það er til svokallaður Fergie-tími í leikjum

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, gefur ekki mikið fyrir þær fullyrðingar að hann þurfi hjálp í starfi sínu á Stamford Bridge en Chelsea-liðið hefur tapað fjórum af sex síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni.

Wilshere snýr aftur í lok janúar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, býst við því að miðjumaðurinn Jack Wilshere verði aftur klár í slaginn í lok janúar en leikmaðurinn er meiddur á ökkla.

Defoe hefur ekki í hyggju að fara frá Tottenham

Jermain Defoe, framherji Tottenham, segist ætla að berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu og hann hefur engan áhuga á því að fara fram á að verða seldur. Defoe hefur ekki fengið allt of mörg tækifæri í vetur og orðrómur fór af stað að hann vildi komast frá Spurs í janúar.

Bosingwa segir leikmenn styðja Villas-Boas

Portúgalski bakvörðurinn Jose Bosingwa segir að leikmenn Chelsea standi þétt við bakið á stjóranum, Andre Villas-Boas, þó illa hafi gengið hjá Chelsea í upphafi leiktíðar.

Anderson frá fram í febrúar

Man. Utd varð fyrir áfalli í dag þegar ljóst varð að miðjumaðurinn Anderson yrði frá fram í febrúar vegna meiðsla. Er ekki á bætandi þar sem Tom Cleverley er einnig meiddur.

AC Milan í viðræðum við Tevez

Það er loksins komin einhver hreyfing á mál Carlosar Tevez en samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar er AC Milan í viðræðum við Man. City vegna leikmannsins.

AC Milan byrjað að tala við umboðsmann Tevez

Ítalskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að forráðamenn AC Milan séu farnir að vinna markvisst að því fá Carlos Tevez til liðsins eftir áramót. Tevez hefur skrópað á allar æfingar hjá Manchester City að undanförnu og heldur sig hjá fjölskyldu sinni í Argentínu.

Enn óvíst hvenær Gerrard spilar aftur

Steven Gerrard verður ekki með Liverpool gegn Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enn er óvíst hvenær hann geti spilað á nýjan leik.

Barcelona njósnar um Bale

Barcelona er ekki búið að missa áhugann á Gareth Bale, leikmanni Tottenham. Njósnarar frá félaginu voru staddir á leik Spurs og Aston Villa í þeim tilgangi að fylgjast með Bale.

Marklínutækni hugsanlega notuð í enska boltanum næsta vetur

Enska knattspyrnusambandið hefur greint frá því að til greina komi að nota marklínutækni strax næsta vetur. Sambandið er að prófa hinar ýmsu útgáfur af tækninni og sé sambandið fyllilega ánægt með einhverja útgáfuna mun það fara í breyta knattspyrnulögunum á Englandi.

Heiðar er tæpur fyrir næsta leik QPR

Heiðar Helguson, sóknarmaður QPR, hefur ekkert getað æft með liði sínu í vikunni eftir að hann varð fyrir meiðslum í leik liðsins gegn Stoke um helgina. QPR vann leikinn, 3-2, og skoraði Heiðar tvö mörk þrátt fyrir að hafa fengið þungt högg í andlitið snemma leiks.

Allir búnir að fá nóg af þessu máli

Heiðar Helguson segir að leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins QPR séu orðnir óþreyjufullir eftir niðurstöðu í kynþáttaníðsdeilu John Terry og Anton Ferdinand. Stemningin innan leikmannahópsins sé þó góð.

LA Galaxy hefur áhuga á að fá Didier Drogba

Bandaríska meistaraliðið í fótbolta, LA Glaxay, hefur áhuga á að fá Didier Drogba frá Chelsea til liðsins. Og er honum ætlað að fylla það skarð sem David Beckham skilur eftir sig. Drogba, sem er frá Fílabeinsströndinni, er 33 ára gamall framherji en breskir fjölmiðlar telja að Drogba hafi meiri áhuga á að fá nýjan samning hjá Chelsea.

Malouda: Leikmönnum að kenna en ekki stjóranum

Florent Malouda, leikmaður Chelsea, segir að dapurt gengi liðsins upp á síðkastið sé ekki stjóranum, Andre Villas-Boas, að kenna. Byrjun Chelsea í vetur er sú lélegasta síðan Roman Abramovich keypti félagið.

Ekki víst að Rooney spili um næstu helgi

Wayne Rooney var ekki í leikmannahópi Man. Utd gegn Benfica í gær vegna meiðsla og hann verður líklega ekki klár í slaginn gegn Newcastle um helgina.

Anelka má fara frá Chelsea

Sky greinir frá því í dag að Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hafi tjáð Frakkanum Nicolas Anelka að hann megi fara frá félaginu. Líklegt er að Frakkinn verði seldur í janúar.

Anelka fær risatilboð frá Kína

Samningur Frakkans Nicolas Anelka við Chelsea rennur út í sumar og er fátt sem bendir til þess að hann verði áfram hjá félaginu.

Beckham ekki búinn að ræða við PSG

David Beckham segir við Sky Sports í dag að hann sé ekki að ljúga neinu þegar hann segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um framtíð sína. Hann er þess utan ekkert búinn að ræða við PSG en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið síðustu misseri.

Redknapp: Frábært að vera kominn til baka

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, stýrði liðinu á nýjan leik í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en Redknapp er nýkominn úr hjartaaðferð. Þetta var áttundi deildarsigur Tottenham í síðustu níu leikjum.

Tottenham upp í þriðja sætið - tvenna frá Adebayor

Tottenham komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Aston Villa á White Hart Lane í kvöld en Harry Redknapp, stjóri liðsins, var mættur á nýjan leik á hliðarlínuna eftir hjartaaðgerð. Emmanuel Adebayor skoraði bæði mörk Tottenham í leiknum.

Viðburðarrík helgi í enska boltanum - myndir

Enska úrvalsdeildin fór aftur af stað um helgina eftir landsleikjafrí og eftir helgina er Manchester City eina ósigraða liðið í deildinni. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og því er City áfram með fimm stiga forskot á United.

Tippari græddi 109 milljónir á marki Johnson

Ótrúlega getspakur maður frá Möltu varð 109 milljónum króna ríkari er Glen Johnson tryggði Liverpool sigur á Chelsea. Til þess að vinna milljónirnar 109 lagði Maltverjinn aðeins 160 krónur undir.

Sunnudagsmessan: Fallegustu mörkin á tímabilinu

Liðin í ensku úrvalsdeildinni skorað rúmlega 350 mörk það sem af er tímabilinu. Mörg þeirra eru stórglæsileg. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason sýndu þau fallegustu að þeirra mati í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær.

Mancini: Við erum á pari við Barcelona

Roberto Mancini, stjóri Man. City, veit að hann er með gott lið í höndunum og hann segir nú að sitt lið sé ekkert síðra en Barcelona og Real Madrid.

Sunnudagsmessan: Heiðar Helguson skorar og skorar

Heiðar Helguson skoraði tvö mörk í 3-2 sigri QPR í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn. Heiðar fékk mikið höfuðhögg strax í upphafi leiks þegar hnéð á varnarmanninum Robert Huth í liði Stoke hafnaði í andliti íslenska framherjans. Heiðar lét það ekki á sig fá og jafnaði hann metin fyrir QPR með glæsilegu skallamarki á 22. mínútu.

Sjá næstu 50 fréttir