Enski boltinn

Villas-Boas: Gríðarlega mikilvægur sigur

Það var þungu fargi létt af stjóra Chelsea, Andre Villas-Boas, eftir að Chelsea vann loksins leik. Úlfarnir voru auðveld bráð fyrir Chelsea í dag sem vann 3-0 sigur.

"Það var mikilvægt að komast aftur á sigurbraut. Það mátti sjá hvernig sjálfstraust leikmanna jókst eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn," sagði Villas-Boas.

"Þetta voru gríðarlega mikilvæg úrslit fyrir okkur og ekki var síður mikilvægt að halda hreinu. Við ætlum ekkert að afsaka slæmu leikina og úrslitin upp á síðkastið. Eina sem við erum að hugsa um er að vinna leiki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×