Fleiri fréttir

Hughes ítrekar að Robinho sé ekki á förum frá City

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá Manchester City lætur sér fátt um finnast um sögusagnir þess efnis að Brasilíumaðurinn Robinho sé á leið til Barcelona frá City þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Fjórir leikmenn Bolton með svínaflensu

Svínaflensan heldur áfram að breiðast út meðal leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en í dag var greint frá því að fjórir leikmenn Bolton hefðu greinst með veikina.

Voronin sagt að bíða eftir sínu tækifæri

Umboðsmaður Andryi Voronin segir að leikmaðurinn hafi fengið þau skilaboð frá Rafa Benitez, stjóra Liverpool, að hann verði einfaldlega að bíða eftir sínu tækifæri.

Redknapp með augastað á brasilískum miðjumanni

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur viðurkennt að félagið sé nú að skoða Brasilíumanninn Sandro. Hann er tvítugur miðvallarleikmaður sem leikur með Internacional í heimalandinu

McClaren áfram hjá Twente

Steve McClaren, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, hefur framlengt samning sinn við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente.

Ferguson játar á sig sök

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, játar á sig sök vegna ummæla sinna um Alan Wiley knattspyrnudómara eftir leik sinna manna gegn Sunderland.

Joe Cole vill vera áfram hjá Chelsea

Joe Cole hefur staðfest að hann sé reiðubúinn að framlengja samning sinn við Chelsea en núverandi samningur hans rennur út í lok tímabilsins.

Rio gæti misst sæti sitt

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Rio Ferdinand eigi það á hættu að missa sæti sitt bæði í liði United sem og enska landsliðinu ef að frammistaða hans fer ekki að batna.

Fjórða tap Reading í röð

Íslendingaliðið Reading tapaði sínum fjórða leik í röð í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði fyrir Leicester, 1-0, í kvöld.

Benitez kemur Carragher til varnar

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, telur að Jamie Carragher hafi sýnt í leiknum gegn Manchester United um helgina að ferill hans sé ekki á enda kominn.

Sektaður fyrir Twitter-færslu

Bandaríkjamaðurinn Jozy Altidore, leikmaður Hull City í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið sektaður af félaginu fyrir að óviðeigandi færslu á twitter-síðunni sinni.

Redknapp neitar því að hafa tekið Lennon á beinið

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham kveðst hvorka hafa né ætla sér að refsa vængmanninum Aaron Lennon sem neitaði að spila síðustu mínútur leiks Tottenham og Stoke vegan meiðsla en Redknapp var þá búinn með allar þrjár skiptingar sínar í leiknum.

Mascherano: Verðum að láta sigurinn gegn United gilda

Miðjumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool hvetur liðsfélaga sína til þess að dvelja ekki of lengi við sigurinn gegn Englandsmeisturum Manchester United um helgina því hver leikur sé nú mikilvægur.

Bellamy: Hárrétt hjá FA að dæma mig ekki í leikbann

Framherjinn uppátækjasami Craig Bellamy hjá Manchester City hefur loksins tjáð sig eftir atvikið þegar stuggaði við stuðningsmanni Manchester United í í lok leiks liðanna 20. september síðast liðinn á Old Trafford sem endaði 4-3 fyrir United.

Everton komið í kapphlaupið um Adam Johnson

Fastlega er búist við því að fyrrum enski U-21 árs landsliðsmaðurinn Adam Johnson hjá enska b-deildarfélaginu Middlesbrough verði eftirsóttur þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar en knattspyrnustjórarar enskra úrvalsdeildarfélaga hafa verið tíðir gestir á Riverside-leikvanginn á leiki Boro á þessu tímabili.

Millwall hótar að setja nokkra stuðningsmenn sína í lífstíðarbann

Andy Ambler, stjórnarformaður enska c-deildarfélagsins Millwall, hefur staðfest að nokkrir stuðningsmenn félagsins eigi yfir höfði sér lífstíðarbann á leiki Millwall eftir óafsakanlega framkomu sína í garð stuðningsmanna Leeds á meðan leik liðanna stóð á New Den-leikvanginum um helgina.

Svínaflensan gerir vart við sig í ensku úrvalsdeildinni

Tveir leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn hafa greinst með svínaflensuna en það eru þeir David Dunn og Chris Samba og hafa aðstandendur félagsins áhyggjur af því að brátt muni fleiri leikmenn liðsins einnig greinast.

Wenger gríðarlega svekktur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, átti erfitt með leyna vonbrigðum sínum eftir að hans menn höfðu misst niður tveggja marka forskot gegn West Ham í dag.

Hughes ósáttur við varnarmenn City

Mark Hughes, stjóri Man. City, var ekki í neinu hátíðarskapi eftir jafntefli City gegn Fulham í dag. Hann var sérstaklega ósáttur við varnarmenn sína.

Ferguson ósáttur við dómarann

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, fannst sínir menn ekki fá sanngjarna meðferð hjá Andre Marriner dómara í leiknum á Anfield í dag.

Torres: Getum unnið öll lið

Fernando Torres kom aftur inn í lið Liverpool í dag og þessi magnaði framherji sýndi snilli sína enn á ný er hann kom Liverpool yfir í leiknum.

Benitez: Leikmenn svöruðu mörgum spurningum í dag

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hældi sínum mönnum á hvert reipi eftir frábæran sigur á Englandsmeisturum Man. Utd. Þungu fargi var líka létt af Benitez enda hafði Liverpool tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik dagsins.

Stemning á Anfield - myndir

Þá er viðburðarríkum degi á Anfield lokið. Hann hófst fyrir utan völlinn er hópur stuðningsmanna Liverpool fór í mótmælagöngu gegn hinum bandarísku eigendum liðsins sem þeir eru ekki hrifnir af.

Bolton skellti Everton

Fyrsta leik dagsins af fjórum í enska boltanum er lokið. Bolton lagði Everton, 3-2, á Reebok-vellinum.

Torres og Rooney byrja inn á - Gerrard í stúkunni

Það er heldur betur farið að styttast í stórleik dagsins og stjórarnir eru búnir að tilkynna byrjunarliðin. Fernando Torres er í byrjunarliði Liverpool en Steven Gerrard er enn meiddur og situr ekki einu sinni á bekknum.

Sundboltastrákurinn ældi eftir leikinn

Unglingsstrákurinn sem er ábyrgur fyrir líklega furðulegasta marki i sögu ensku úrvalsdeildarinnar er kominn úr felum og hefur beðist afsökunar. Strákurinn heitir Callum Campbell og er aðeins 16 ára.

Stuðningsmenn United verða með Cantona-grímur

Það má búast við miklu fjöri í stúkunni á Anfield í dag rétt eins og á vellinum. Fjöldi stuðningsmanna Man. Utd ætlar að mæta með Cantona-grímur og svo mun einhver fjöldi ætla sér að reyna að smygla sundboltum á völlinn.

Starf Benitez ekki í hættu í dag

Það hafa verið misvísandi fréttir um það síðustu daga hvort starf Benitez sé undir á leik Liverpool og Man. Utd í dag.

Ferguson: Owen á eftir að vera lengi hjá okkur

Dagurinn í dag verður örugglega einstaklega eftirminnilegur fyrir Michael Owen. Hann snýr aftur á sinn gamla heimavöll með liði erkifjendanna og á örugglega eftir að fá kaldar móttökur frá stuðningsmönnum Liverpool.

Lampard hrósar Joe Cole

Frank Lampard, sem skoraði tvö mörk fyrir Chelsea í dag, var geysilega ánægður með endurkomu Joe Cole í lið Chelsea. Þetta var fyrsti leikur Cole síðan í janúar.

Chelsea á toppinn með stæl

Chelsea hrifsaði toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í dag með glæsibrag er liðið kjöldró arfaslakt lið Blackburn, 5-0.

Lennon tók sjálfan sig af velli

Sérstök uppákoma átti sér stað í leik Spurs og Stoke í dag. Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hjá Totenham tók sjálfan sig af velli þó svo hann hefði verið beðinn um að halda áfram að spila.

Enski boltinn: Úrslit og markaskorarar

Stoke City gerði sér lítið fyrir og skellti Tottenham, 0-1, á White Hart Lane í dag. Það var Glenn Whelan sem skoraði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok.

Jafnt hjá Villa og Úlfunum

Fyrsta leik dagsins í enska boltanum er lokið. Aston Villa fór stutta leið á heimavöll Wolves og tókst aðeins að fá eitt stig.

Sjá næstu 50 fréttir