Enski boltinn

McClaren áfram hjá Twente

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve McClaren.
Steve McClaren. Nordic Photos / Getty Images

Steve McClaren, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, hefur framlengt samning sinn við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente.

Núverandi samningur McClaren átti að renna út í lok núverandi leiktíðar en hann hefur nú samið um að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar.

Twente varð í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabilli og komst í úrslit hollensku bikarkeppninnar.

McClaren tók við Twente í fyrrasumar eftir að honum mistókst að stýra Englandi í úrslitakeppni EM 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×