Enski boltinn

Redknapp neitar því að hafa tekið Lennon á beinið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham kveðst hvorka hafa né ætla sér að refsa vængmanninum Aaron Lennon sem neitaði að spila síðustu mínútur leiks Tottenham og Stoke vegan meiðsla en Redknapp var þá búinn með allar þrjár skiptingar sínar í leiknum.

Lennon meiddist á ökkla og gat ekki hugsað sér að klára leikinn, sem Stoke vann 0-1 með sigurmarki á lokamínútunum gegn tíu leikmönnum Tottenham.

„Það eina sem ég sagði við Aaron var að spyrja hann hvort að hann gæti nokkuð spilað. Hann var hins vegar meiddur og því fór sem fór. Það er gjörsamlega búið að sprengja þetta upp í fjölmiðlum. Ég hefði ekki viljað að hann myndi spila meiddur eins og einhverjir fjölmiðlar héldu fram því þá væru líkur á því að meiðslin myndu ágerast og hann yrði lengur frá," útskýrir Redknapp í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×