Enski boltinn

Wenger gríðarlega svekktur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger brosti ekki mikið í dag eins og svo oft áður.
Wenger brosti ekki mikið í dag eins og svo oft áður.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, átti erfitt með leyna vonbrigðum sínum eftir að hans menn höfðu misst niður tveggja marka forskot gegn West Ham í dag.

„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við spiluðum fínan leik en vorum óheppnir með nokkrar ákvarðanir dómarans," sagði Wenger.

„West Ham barðist fyrir lífi sínu og gerði okkur erfitt fyrir. Í heildina spiluðum við fínan leik en náðum ekki þriðja markinu til að klára leikinn. Við fengum samt tækifærin til þess."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×